Kjöt

Marel er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og samþættuðum heildarkerfum, fyrir kjötiðnað.

Marel hefur unnið náið með kjötvinnslum, byggt upp yfirgripsmikla þekkingu á kjötiðnaði og fjárfest í vöruþróun til að skapa háþróaðan  búnað, kerfi og hugbúnað fyrir vinnslu á kjöti. Sérstaklega því sem viðkemur úrbeiningu, snyrtingu, röntgenskoðun, vinnslustýringu ásamt skurðar- og pökkunarlínum.

Kjötiðnaðarsetur samanstendur af fjórum starfsstöðvum sem staðsettar eru á Íslandi, Hollandi, Danmörku og Bandaríkjunum. Kjötiðnaðarsetur þróar og framleiðir búnað fyrir öll stig kjötvinnslu, allt frá innmötun til afhendingar. Vöruúrval okkar er allt frá einstökum vogum til samþættaðra vörulína og heildarkerfa. Háþróuð tæki og framleiðsluhugbúnaður vinna saman til að hjálpa kjötvinnslum af öllum stærðum, á öllum mörkuðum að vinna á hámarks afkastagetu og bæta heildargæði og virði kjötafurða. Kjötiðnaðarsetur starfrækir sérstakan rannsóknar og þróunarhóp til að tryggja að Marel sjái kjötiðnaði sífellt fyrir nýjustu tækni í vinnslubúnaði. Við trúum því að þekking, innsæi og samstarf við viðskiptavini skapi bestu lausnirnar fyrir þig.

Skoða vöruúrval á marel.com


Hvernig getum við hjálpað þér?

Kristinn Kristinsson

Sölumaður

Nánar

853 8658
563 8658
kristinn.kristinsson@marel.com