Vogir

Marel býður upp á fjölbreytt úrval land- og sjóvoga sem eru hannaðar fyrir erfiðar og krefjandi aðstæður. Vogirnar eru nákvæmar, hraðvirkar og hannaðar með þrifaleika í huga.

Boðið er upp á ýmsa valkosti sem sniðnir eru að mismunandi þörfum viðskiptavina okkar líkt og tengingu við trogstýringar og færibönd auk tengingu við Innova framleiðsluhugbúnaðinn. Við bjóðum upp á úrval borð-, gólf, og trogvoga.

Frumsannprófun vogaGólfvogir

Marel hefur yfir aldarfjórðungsreynslu af sölu og smíði gólfvoga. Fyrir rúmum 15 árum kom fyrsta Marel skeifuvogin á markað, sem hefur reynst nánast ódrepandi allar götur síðan.

Gólfvogir eru:

 • hraðvirkar og nákvæmar
 • notendavænar
 • þrifavænar
 • löggildar fyrir endur- og úrtaksvigtun

Hægt er að tengja allar gólfvogir frá Marel við M1100, M2200 eða MU1 vigtareiningu.

PL6000

PL6000 er nett lágpallagólfvog fyrir hjólavagna. Vogarpallurinn er aðeins í 30 mm hæð frá gólfi og því auðvelt að ýta vögnum upp á pallinn.  Vagnar þessir hafa mikið verið notaðir í kjötvinnslum, en einnig fyrir blokk og marning í fiskvinnslu.

PL7000

PL7000-serían af gólfvogum er heilpallavog.  Hún er bæði fáanleg sem gryfjuvog, þar sem vogin er felld niður í gólfið, og frístandandi á gólfi.  Auðvelt er að opna vogina til að þrífa.  Vogirnar eru til í tveimur stærðum, 1250x1500 og 1500x1500.

PL8000

PL8000, eða skeifuvogir, hafa verið í notkun hjá íslenskum fiskmörkuðum og frystihúsum í yfir 15 ár. Vogirnar eru hannaðar með fiskikör og bretti í huga. Einkar auðvelt er að setja fiskikör og bretti upp á vogirnar, hvort sem er með  lyftara eða handtjakka.

Nánari upplýsingar á ensku á marel.com


TROGVOGIR 

Fyrir utan hinar hefðbundnu palla- og gólfvogir hefur Marel einnig mikið úrval af trogvogum, allt frá nokkurra lítra nýtingareftirlitstrogum upp í 1000 l trog fyrir mjöl og loðnu með yfir 80 tonna afkastagetu á klukkutíma.

Trogvogir eru:

 • hraðar og nákvæmar 
 • sterkbyggðar
 • notendavænar

Nánari upplýsingar á ensku á marel.com

 

SJÓVOGIR 

Marel hefur frá stofnun verið leiðandi í þróun og framleiðslu sjóvoga.  Nálægð og tengsl við íslenskan sjávarútveg hefur gefið Marel það forskot sem það hefur á þessum markaði og skilað fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag.

Sjóvogir eru:

 • hraðar og nákvæmar
 • öflugar og endingargóðar
 • auðveldar í þrifum

Sjóvogir frá Marel notast við auka vigtarbúnað til að reikna út hreyfinguna á skipinu svo hægt sé að sýna stöðuga vigt þó svo skipið sé í veltingi.  Sjóvogir eru fáanlegar sem einfaldar M1100e, M1100 sem hafa pökkunar- og flokkunarminni og sem M2200 pökkunarvog með skömmtunarbúnaði.

Nánari upplýsingar á ensku á marel.com


M1100 VOGIR 

Marel M1100 fæst í nokkrum útgáfum sem bjóða upp á vigtun á allt frá 1,5k g til 2000 kg. Vogirnar hafa innbyggð flokkunar- og pökkunarminni auk þess sem hægt að tengja þær við Innova framleiðsluhugbúnað Marel, með honum er auðvelt og fljótlegt að setja upp pökkunar- eða flokkunarlykla sem svo eru sendir niður á vogina.

M1100 vogir eru:

 • auðveldar í notkun
 • hraðvirkar
 • endingargóðar
 • einkar þrifavænar

Nánari upplýsingar á ensku á marel.com


M2200 VOGIR 

Marel M2200 er öflug og nákvæm vog fyrir vigtun og pökkun sem endist. Með tengingu við Innova framleiðsluhugbúnað Marel er hægt að senda fjöldan allan af pökkunarlyklum á vogina sem síðan er auðvelt að velja á milli á lyklaborði M2200.

M2200 vogir eru:

 • hraðvirkar og nákvæmar
 • öflugur stjórnbúnaður fyrir skammtara og færibönd
 • endingagóðar og þrifavænar
 • geta stýrt vigtartrogum og færiböndum
 • auðvelt að forrita eftir óskum

M2200 keyrir LUA forritunar mál sem auðvelt er að sér laga að þörfum notenda. Hægt er að nota M2200 til að stýra einfaldri skömmtun með aðfærslu og frátöku.   Með Innova er einnig auðvelt að tengja annan jaðarbúnað við vogirnar eins og prentara og skanna.

Nánari upplýsingar á ensku á marel.comHvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nánar

825 8209
563 8209
oskar.oskarsson@marel.com

Þórarinn Kristjánsson

Sölustjóri

Nánar