Skurðarvélar

Nákvæmni, áreiðanleiki og aukinn hraði einkennir skurðarvélar Marel. Vélarnar eru hannaðar til að auka hávirðishlutfall og nýtingu hráefnis. Hvort sem um er að ræða smærri lausnir, líkt og I-Cut 11 PortionCutter og StripCutter eða háþróuð kerfi líkt og FleXicut, er mögulegt að sníða framleiðsluna til þess að geta boðið upp á fjölbreytt úrval lokaafurða.


FleXicut

FleXicut notar háþróaða röntgentækni til að greina og skera frá beingarð í hvítfiski með vatnsskurði af mikilli nákvæmni, ásamt því að hluta flakið niður. FleXicut vélvæðir vinnsluferlið sem gerir það að verkum að afköst, nýting og gæði aukast.

Einn stærsti kostur vélarinnar er að hún býður nýja möguleika á afurðum sem tryggir að besta nýting næst á hverju flaki. Þetta eykur vöruframboð og tryggir hámarksnýtingu á verðmætu hráefni. Það að auki er vélin hagkvæm og auðvelt er að setja hana inn í þau vinnslukerfi sem eru nú þegar fyrir hendi.

Marel býður nýja kynslóð snyrtilína, FleXitrim, auk háþróaðs afurðardreifikerfis, FleXisort. Með FleXicut mynda þessi þrjú tæki eina heildarlausn, allt frá snyrtingu flaka til pökkunar.

Nánar á ensku á marel.com


I-CUT 11 skurðarvél

I-Cut 11Eins brautar nett skurðarvél sem sker eftir þyngd bita og/eða lengd stykkja. Skurðurinn byggir á tölvusjóntækni sem gerir vélina afar nákvæma. Tengjanleg við framleiðsluhugbúnaðinn Innova.

Ávinningur:

  • Nákvæmni og lágmarks yfirvigt
  • Ný kynslóð snertiskjáa
  • Þrifavæn
  • Plásslítil 

Nánar á ensku á marel.com


I-CUT 130 skurðarvél

I-Cut 130Skurðarvél sem fellur vel að ólíkum vinnsluferlum en eftir skurðinn er hægt er að tengja vélina við flokkara sem flokkar bita eftir þyngd eða tegund eftir skurð. Vélin sker hráefni á færibandi í ákveðnar bitaþyngdir og/eða lengdir. Skurðurinn byggir á tölvusjóntækni sem gerir vélina afar nákvæma. Tengjanleg við Innova. 

Ávinningur

  • Mikil nákvæmni
  • Ný kynslóð snertiskjáa og notendaviðmót
  • Margir skurðir mögulegir
  • Lágmarks yfirvigt
  • Þrifavæn

Nánar á ensku á marel.com


I-CUT 610 skurðarvél

I-Cut 610I-Cut 610 er tveggja brauta skurðarvél en byggir að öðru leyti á sömu tækni og I-Cut 130. I-Cut 610 hentar því vel þar sem framleiðsla er mikil en hún afkastar tvöfalt á við I-Cut 130. Hægt er að stýra skurði á hvorri braut fyrir sig og því hægt að skera samtímis á tvo vegu.

Nánar á ensku á marel.com


Hvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nánar

825 8209
563 8209
oskar.oskarsson@marel.com

Þórarinn Kristjánsson

Sölustjóri

Nánar