Innova framleiðsluhugbúnaður

Innova er framleiðsluhugbúnaður sem gerir þér kleift að hámarka nýtingu og afköst, uppfylla gæðakröfur og tryggja matvælaöryggi.

Helsti ávinningur af Innova

 • Framleiðslustýring
 • Rauntímaeftirlit
 • Aukin afköst

Tækja- og ferlastýring

Innova framleiðsluhugbúnaður hámarkar nýtingu Marel vélbúnaðar og tryggir þér skilvirka tækja- og ferlastýringu. Innova sem er fáanlegt fyrir bæði einstök tæki eða heildarframleiðslulínur sýnir vinnslugögn í rauntíma sem gerir notendum kleift að hámarka hagnað á hverju stigi vinnslunnar.

Ávinningur:

 • Hámarkar nýtingu Marel vélbúnaðar
 • Heildaryfirlit vinnslugagna í rauntíma
 • Tilkynnir frávik frá framleiðslumarkmiðum

Vigtun og merking

Innova býður upp á vigtunar- og merkingarkerfi sem tengist að fullu við önnur stig vinnslunnar. Kerfið gerir þér kleift að fylgjast með yfirvigt og merkingu lokaafurðar.

Ávinningur:

 • Safnar og skráir allar vigtunarupplýsingar
 • Auðveld, miðstýrð hönnun og prentun miða

Gæðaeftirlit

Innova Quality Control eykur matvælaöryggi og framleiðslu á heilnæmum matvælum með mestu gæðum. Notendavænt kerfi með sérsniðnum lausnum fyrir hvern og einn notanda. Frá pappír í pappírslaust rauntímaeftirlit og viðbrögð. Gæðaeftirlit á öllum stigum, eftirlit með birgjum og aðföngum, framleiðsluferlar, pökkun og dreifing. Heildar lausn fyrir allar tegundir og stærðir af fyrirtækjum í matvælaframleiðslu. Gæðastýring í rauntíma. Notendavænt eftirlitskerfi. Rauntíma úrvinnsla gagna byggt á skýrslum sem og skilaboðum til starfsmanna. Pappírslaus gæðastýring frá móttöku hráefnis til vöruafhendingar í rauntíma. 

Ávinningur:

 • Notendavænt, einfalt í notkun og skilvirkt kerfi.
 • Innbyggðir ferlar sem halda utan um frávik og úrvinnslu þeirra.
 • Rauntíma eftirlit og innbyggð viðbrögð gerir þér kleift að bregðast hratt og örugglega við frávikum og hefja leiðréttandi aðgerðir.
 • Innbyggð sem og sérsniðin viðbrögð við frávikum við gæðaeftirlit
 • Upplýsingar til starfsmanna í rauntíma.
 • Upplýsingar frá gæðaskráningu tengdar við rekjanleika og framleiðslu upplýsingar.
 • Notandinn býr til skýrslur sem hentar hans þörfum.
 • Sérsniðnar skýrslur sem hægt er að senda með vörum sem og nota við gæðastjórnun.
 • Styður við alla gæðastaðla sem notaðir eru í tengslum við matvælaframleiðslu HACCP, ISO, BRC og IFS.
 • Styður við skoðunarhandbók MAST

Vinnslueftirlit

Til þess að hámarka árangur vinnslu er afar mikilvægt að hafa gott eftirlit með lykilmælikvörðum svo sem nýtingu, afköst, gæði og skilvirkni. Með því að innleiða Innova færð þú nákvæmar og áreiðanlegar rafræn gögn til þess að hjálpa að bæta frammistöðu og taka góðar ákvarðanir.

Ávinningur:

 • Safnar áreiðanlegum og nákvæmum gögnum
 • Rauntímaupplýsingar um lykil mælikvarða
 • Mælaborð og skýrslur

Vörustjórnun

Til þess að tryggja tímanlega afhendingu þarf að hafa rétta tækni til staðar til að stjórna öllum vörustjórnunarferlum. Innova býður upp á skalanlega og áreiðanlega vörustjórnun sem nær yfir allt ferlið frá móttöku hráefnis til afhendingar.

Ávinningur:

 • Heildar yfirsýn og stjórnun á lager frá móttöku til afhendingar
 • Rauntíma yfirsýn yfir lagerstöðu
 • Lágmarkar tap og dregur úr útrunnum vörum

Pantanakerfi

Vinnslur eru undir sífellt meiri þrýstingi á hraðari afhendingartímum. Innova stjórnar og flýtir pantanaferlinu, allt frá pöntun, framleiðslu og birgðum til sölu. Auk þess gerir Innova vinnslum kleift að lágmarka undir- og yfirframleiðslu.

Ávinningur:

 • Bestar pantanastýringu frá móttöku til afhendingar
 • Skipuleggur framleiðslugetu og afhendingartíma út frá hráefnisstöðu og framleiðslugetu
 • Er sveigjanlegt í tengslum við síbreytilegar kröfur viðskiptavina

Rekjanleiki

Rekjanleiki er nauðsynlegur til að tryggja mataröryggi. Innova byggir rekjanleiki inn í hvert stig vinnslunnar til að lágmarka stærð innkallana. Innova gerir það mögulegt að rekja alla vörur aftur til upprunans.

Ávinningur:

 • Dregur úr áhættu á innköllun
 • Rekjanleiki í gegnum alla virðiskeðjuna
 • Felur í sér gæðieftirlitsskráningar

Samþætting við upplýsingakerfi

Réttar upplýsingar fyrir rétt fólk á réttum tíma. Innova býður upp á staðlað gagnaviðmót fyrir öll framleiðslugögn og samþætting gagna við önnur vinnslu- og bókhaldskerfi.

Ávinningur:

 • Opin aðgangur að öllum gögnum vinnslunnar
 • Samfelld samþætting og flutningur gagna milli kerfa
 • Staðlað gagnaviðmót við bókhaldskerfi og önnur vinnslukerfi

Hvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nánar

825 8209
563 8209
oskar.oskarsson@marel.com

Þórarinn Kristjánsson

Sölustjóri

Nánar