Flokkarar

Marel flokkarar eru bæði nákvæmir og hagkvæmir hvort sem um er að ræða minni, einfalda flokkara eða tæknilegri lausnir með sjálfvirkri innmötun og frátöku. Marel flokkarar eru þekktir fyrir langan líftíma, eða allt að 15 til 20 ár, jafnvel við krefjandi aðstæður. Flokkararnir sem við bjóðum eru hannaðir til að skila miklum afköstum, vigta af mikilli nákvæmni og fara vel með hráefnið.


Compact Grader

Ávinningur:

 • Nákvæm flokkun
 • Auðveld uppsetning
 • Notendavænn
 • Öflugur einn og sér

Compact Grader er traustur, endingargóður og notendavænn flokkari. Hann hentar vel fyrir einfalda flokkun hráefnis og afurða. Compact Grader er hannaður fyrir þarfir smárra og meðalstórra fyrirtækja. Flokkarinn er einnig kjörin viðbót fyrir stærri fyrirtæki sem þurfa flokkara sem getur tekið við tímabundnu eða árstíðabundnu álagi sem réttlætir ekki kaup á flokkara í fullri stærð. 

Nánar á ensku á marel.com


Marine Graders

Ávinningur
 • Nákvæm flokkun um borð með háþróuðum búnaði sem vinnur gegn hreyfingu
 • Fáanlegt með einni eða tveimur brautum í fjölmörgum breiddum
 • Rauntímaeftirlit, frammistöðumat og vigtunarupplýsingar
 • Auðveldur í notkun, gott aðgengi og þrifavænn
 • Tengist auðveldlega Innova, framleiðslustýringarhugbúnaði

Reynsla er lykilþáttur þegar velja skal búnað. Flokkarar um borð frá Marel eru notaðir um allan heim til að flokka heilan fisk, flök, skelfisk og jafnvel aukaafurðir eins og viðkvæm hrogn. Þessir flokkarar eru mjög áreiðanlegir og hugbúnaðarþjónusta er alltaf fáanleg með fjartengingu. 

Nánar á ensku á marel.com


SmartLine Grader

SmartLine flokkarar sameina nákvæmni og hraða fyrri kynslóða Marel flokkara ásamt því að auðvelda til muna bæði viðhald og þrif.

SmartLine flokkararnir eru fáanlegir bæði með einni eða tveimur brautum og hægt er sérsníða lausnina eftir þörfum.

 • Auðveld þrif með IP69K vottun
 • Sameinar hraða og nákvæmni
 • Sjálfvirk skráning gagna
 • Hentar jafnt fyrir heilan fisk, flök og aðrar afurðir

Nánar á ensku á marel.com

 

SpeedBatcher

SpeedBatcher býr til skammta á miklum hraða með því að vigta hráefni sem er síðan valið saman til að búa til besta skammtastærð. Þetta gerir SpeedBatcher kleift að gera betur en öll hefðbundin trogvigtun hvað varðar bæði hraða og nákvæmni. Til viðbótar er SpeedBatcher alveg sjálfvirkur, frá innmötun til afhendingar.

Ávinningur

 • Öflugir stjórnunarmöguleikar
 • Háhraðanákvæmni
 • Minni yfirvigt
 • Auðvelt í notkun – þrifavænt
 • Hámarks skammtastærð – 30 kg
 • Afköst allt að 23 skammtar á mínútu, fer eftir skammtastærð

Það sem er yfirleitt keyrt í gegnum SpeedBatcher er meðal annars ferskur uppsjávarfiskur, frosin fiskflök, innmatur, aukaafurðir tengdar kjöti og allar kjúklingaafurðir með beini í, jafnt og kjúklingahræ. SpeedBatcher er fáanlegur sem hluti af heildar framleiðslulínu eða sem stakt tæki með sjálfvirkri eða handvirkri pökkun. 

Nánar á ensku á marel.com


Multihead Weigher

Multihead Weigher er hannaður til þess að vigta mismunandi skammtastærðir ásamt því að geta skammtað í mismunandi pakkastærðir. Með því að nýta nýjustu tækni í vigtun tryggir Multihead Weigher áreiðanleika og lágmarkar yfirvigt. Multihead Weigher hentar m.a. fyrir skelfisk, rækju og aðrar smáar afurðir.

Nánar á ensku á marel.com


TargetBatcher

Með TargetBatcher er auðvelt að minnka yfirvigt og sameina fyrirfram ákveðinn fjölda ferskra eða frosinna afurða í pakka með ákveðinni þyngd. Með sjö nákvæmum vogum og 14 geymsluhólfum velur TargetBatcher besta mögulega samval afurða á broti úr sekúndu.

Ávinningur

 • Nákvæmir skammtar af ákveðinni stærð
 • Minni yfirvigt
 • Aukin afköst
 • Auðveldur í uppsetningu og notkun
 • Hentar jafnt smáum sem stærri pakkningum
 • Hámarks skammtastærð er 2 kg
 • Afköst eru allt að 30 skammtar á mínútu, eftir afurð og skammtastærð.

Afurðir sem eru iðulega skammtaðar með TargetBatcher eru meðal annars þorskhnakkar, rækjur, rif, steikur og heilir kjúklingaleggir. Í flestum pökkunarferlum er nauðsynlegt að endurvinna hluta til að forðast sektir og yfirvinnu sem er bæði mann- og tímafrekt. TargetBatcher er skilvirk og fyrirferðalítil lausn á flestum endurvinnslumálum. 

Nánar á ensku á marel.com

 

Custom Graders

Ávinningur:

 • Sérsniðinn að þínum þörfum
 • Getur innihaldið sjálfvirka innmötun, flokkun, samval og fleiri þætti
 • Tengist Innova, framleiðslustýringarhugbúnaði

Custom Graders eru sérsniðnir fyrir hvern viðskiptavin svo möguleikar á formi og stærð eru nánast ótakmarkaðir. Þessir flokkarar eru allt frá einföldum vigtunarflokkurum til háþróaðra flokkunarkerfa sem innihalda innmötun, samval eftir flokkun og frátöku afurða. 

Nánar á ensku á marel.com

 


Hvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nánar

825 8209
563 8209
oskar.oskarsson@marel.com

Þórarinn Kristjánsson

Sölustjóri

Nánar