Fiskur

Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski.

Með rætur í fiskiðnaði sem ná aftur til uppruna fyrirtækisins í þróun og smíði sjóvoga, nýtir Marel yfirgripsmikla þekkingu á fiskvinnslu og fjárfestingu í vöruþróun til að skapa nýstárleg tæki, búnað og kerfi til vinnslu á hvítfisk, laxi, bæði eldis- og villtum, um borð sem og á landi.

Með framleiðslueiningar á 16 stöðum um heim allan, þjónar Marel fiskiðnaði frá þremur starfseiningum sem staðsettar eru í Bandaríkjunum, Íslandi og Danmörku. Allar þrjár starfsstöðvarnar hafa sérstakan rannsóknar- og þróunarhóp til að tryggja að Marel sjái fiskiðnaði fyrir nýjustu tækni í vinnslubúnaði fyrir öll stig vinnslunnar. Allt frá einstökum vogum til samþættaðra vörulína og heildarkerfa, bæði um borð og á landi.

Með skrifstofur og dótturfyrirtæki í yfir 30 löndum auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila hjálpar sérþekking Marel á staðbundnum mörkuðum og kröfum þeirra, Marel að sífellt koma með bestu lausnir í fiskvinnslu fyrir viðskiptavini.

Fiskiðnaðarsetur þrífst á ímyndunarafli, hugvitssemi og sterkum samböndum við iðnaðinn. Okkar nýstárlegu tæki og búnaður hjálpar fiskvinnslufyrirtækjum af öllum stærðum, á öllum mörkuðum til að vinna á fullri afkastagetu og vörur okkur hafa bein og jákvæð áhrif á heildargæði og virði matar.


Vöruflokkar

Vogir

Nákvæmar og áreiðanlegar vogir sniðnar að þínum þörfum.

Flokkarar

Úrval flokkara sem eru sniðnir að þínum þörfum, hvort sem þú þarft að pakka heilum afurðum eða bitastærðum, á sjó eða á landi.

Skurðarvélar

Úrval skurðarvéla sniðnar að ólíkum þörfum fiskframleiðenda.

Innova

Innova framleiðsluhugbúnaður gerir þér kleift að hámarka nýtingu og afköst, uppfylla gæðakröfur og tryggja matvælaöryggi.

SensorX

Háþróuð tækni gerir sjálfvirka beinaleit mögulega.

Pökkun og vörumerking

Rauntíma stjórn á Marel Weigh Price Labeling