Alifuglar

Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á alifugli.

Alifuglaiðnaðarsetur hefur áratugum saman unnið náið með kjúklingavinnslum um allan við þróun hátæknibúnaðar og kerfa til vinnslu á alifuglum.  Þar sem Marel kerfi eru sett saman úr einingum sem geta staðið sér getum við sérsniðið lausnir fyrir öll stig vinnslu og framleiðslugetu. Allt frá heildarlausnum til einstakra tækja. Vöruúrval Marel sem snýr að vinnslu á alifuglum er markaðssett undir vörumerkinu Marel Poultry. Í fjölbreyttu vöruúrvali Marel er meðal annars að finna hátæknibúnað og kerfi fyrir svæfingu, fjaðralosun, kælingu, vigtun, flokkun og skömmtun, úrbeiningu, beinaleit, marningspressun, flutningskerfi, vörustjórnun og gæðaeftirlit.

Marel Poultry vinnslubúnaður mætir hæstu kröfum um gæði og er þekktur um allan heim fyrir góða nýtingu, áreiðanleika og  lágan viðhaldskostnað. Lykilþættir við þróun nýs búnaðar eru nýting, afköst, gæði ásamt minni vinnslutíma og vinnuafli.

Með skrifstofur og dótturfyrirtæki í yfir 30 löndum auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila hjálpar sérþekking okkar á mörkuðum og kröfum þeirra, Marel að sífellt koma með bestu lausnir í vinnslu á alifuglum fyrir viðskiptavini

Skoða vöruúrval á marel.com


Hvernig getum við hjálpað þér?

Ágúst Grétar Ágústsson

Sölumaður

Nánar

825 8441
563 8441
agust.agustsson@marel.com