Saga Marel

Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem framleiðendur gera best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar okkar hafa skilað neytendum og samfélaginu auknum verðmætum.

Fyrsta rafeindavogin

Marel er sprotafyrirtæki sem á uppruna sinn í Háskóla Íslands en þeir vísindamenn og frumkvöðlar sem þróuðu fyrstu rafeindavogina við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands árið 1978 gerðu sér eflaust ekki í hugarlund hvað starf þeirra mundi bera ríkulegan ávöxt.

Marel var formlega stofnað árið 1983, um það leyti sem örtölvu- og rafeindatækni var farin að umbylta vinnsluaðferðum í matvælaiðnaði. Mikil tæknivæðing hefur átt sér stað í matvælaiðnaði á undanförnum árum og það er staðföst stefna Marel að halda áfram sem endranær að skipa framvarðasveitina í þessum ört vaxandi og spennandi iðnaði.

Eftir stefnumarkandi yfirtökur á undanförnum árum er Marel í dag alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í um 30 löndum.

Fjölþjóðleg arfleið

Við erum stolt af fjölþjóðlegri arfleifð okkar sem nær allt aftur til ársins 1932. Undir okkar merkjum hafa nokkur leiðandi vörumerki verið sameinuð í eitt sterkt fyrirtæki. Öll eiga þessi vörumerki það sameiginlegt að hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að stuðla að þeim framförum sem hafa orðið í matvælavinnslu í heiminum.

Frá upphafi hefur Marel og tengd fyrirtæki haft það að markmiði að gera matvælaframleiðendum kleift að hámarka nýtingu, gæði og afköst samhliða því að draga úr vinnslutíma. Á liðnum árum hefur þetta verið gert með aukinni sjálfvirkni og hagkvæmni í matvælavinnslu með innleiðingu nýjustu rafeinda-, vél- og hugbúnaðartækni. Við höfum helgað okkur því markmiði að þróa stöðugt nýjar lausnir fyrir matvælaiðnaðinn. Á fyrri hluta 20. aldar varð þessi stefna til þess að þróaður og markaðssettur var búnaður sem stórbætti nýtingu afurða. Á seinni hluta 8. áratugar urðu síðan tímamót þegar örtölvutæknin, sem þá var að ryðja sér til rúms, var notuð við þróun upplýsingakerfa og háþróaðs vinnslubúnaðar og má segja að þessi nýjung hafi orðið til þess að umbylta iðnaðinum. Marel hefur síðan haldið áfram að vaxa og náð að skapa sér stöðu sem markaðsleiðtogi, meðal annars með því að leggja áherslu á nána samvinnu við viðskiptavini. Þessi stefna hefur skilað sér í breiðu úrvali háþróaðs vinnslubúnaðar sem er hannaður til að mæta núverandi og væntanlegum þörfum viðskiptavina.