Í fararbroddi á heimsvísu í fiski, kjöti og kjúklingi

Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af um 600 á Íslandi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.

 

Hjá Marel finnur þú allt sem þú þarft á einum stað 

Vöruframboð fyrirtækisins spannar allt framleiðsluferlið, frá frumvinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. 

Marel býður upp á mikið úrval háþróaðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal vogir, flokkara, skurðarvélar, sagir, eftirlitsbúnað, beintínsluvélar, frysta, pökkunar- og merkingarvélar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta á öllum helstu sviðum matvælavinnslu ásamt lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina.

 

Nýsköpun sprettur úr samstarfi

Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar gera best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað matvælaiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum. Með stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga á sínu sviði. Fyrirtækið leggur að meðaltali 5-6% af veltu í rannsóknar- og þróunarstarf á ári hverju, sem er hæsta hlutfall sem fyrirfinnst í greininni. Framsæknar tækja- og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.

Ársskýrsla Marel

 

Framúrskarandi fyrirtæki

Marel hefur verið valið á lista framúrskarandi fyrirtækja 2017.

 

Störf hjá Marel

Our People

Krefjandi starfsumhverfi

Við hjá Marel erum alltaf að leita að góðu fólki sem vill ganga til liðs við alþjóðateymið okkar.

Nýsköpun

Marel styður nýsköpun og eflingu þekkingar í verk-, raun- og iðngreinum á öllum skólastigum, allt frá leikskóla upp í háskóla.

Saga Marel

Arfleifð Marel nær allt aftur til ársins 1932. Undir okkar merkjum hafa nokkur leiðandi vörumerki verið sameinuð í eitt sterkt fyrirtæki.

Viðurkenningar

Marel hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, meðal annars fyrir útflutning, framleiðslu og markaðssetningu.