Varahlutir

Varahlutalager Marel er staðsettur í Árósum í Danmörku. Afgreiðslutími á varahlutum þaðan er um 24 tímar. Hinsvegar eru varahlutir sem líklegt er að íslenskir viðskiptavinir okkar þurfi helst á að halda til staðar í Garðabæ. 

Viðskiptavinum okkar býðst einnig að semja um aðgang að nauðsynlegum varahlutum til að tryggja rekstraröryggi. Á þetta aðalega við dýrari hluti eins og servo mótora, servo stýringar og fleira.