Uppfærslur eldri búnaðar

Marel hefur átt í náinni samvinnu við sjávarútveginn á Íslandi, um aldarfjórðung og höfum byggt upp dýrmæta reynslu og sérþekkingu á þessum tíma. Við leggjum mikið upp úr því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á fyrsta flokks þjónustu til að tryggja það að búnaðurinn frá Marel skili hámarks árangri og arðsemi.

Hluti af þessum búnaði er kominn talsvert til ára sinna og sem verra er, ekki til íhlutir til framleiðslu bretta og fleira.  Því er orðið tímabært að skipta út búnaði sem er búinn að skila sínu og kominn tími á.  

M2000 STJÓRNTÖLVA („HAUS“)

M2000 er búin að sanna gildi sitt síðan 1988 en það verður sífellt erfiðara að þjónusta hana. Það getur því tekið lengri tíma að laga M2000 ef eitthvað kemur upp á. Eins er rétt að hafa í huga að eftir 8-10 ára notkun er hætt við að lóðningar fari að losna í skipum.

Lausnir:

  • Fyrir flestar vogir er lausnin að uppfæra í M1100 eða M2200, en þær leystu M2000 af hólmi í vöruúrvali okkar fyrir nokkrum árum síðan.
  • Fyrir flokkara með M2000 er lausnin að uppfæra í M3000 (það þarf þá einnig að skipta út PLC stýrieiningum).
  • Fyrir Póls flokkara er lausnin að uppfæra í M3000 (það þarf þá einnig að skipta út vigtareiningu og PLC stýrieiningum).
  • Fyrir Póls vogir þarf einungis að skipta út vogarhausnum fyrir M1100 eða M2200.

M3000 STJÓRNTÖLVA

Í þeim skipum þar sem M3000 flokkari er mælum við með að V37 varabretti sé til staðar, með viðeigandi stillingum og forritum, þar sem bretti geta bilað ef alvarlegar truflanir verða í rafkerfinu. Slík ráðstöfun getur sparað mikinn tíma og verðmæti og losað togara við landstím sem hefði í för með sér stöðvun á framleiðslu. Til að auka rekstraröryggi tækjanna enn frekar bjóðum við einnig upp á sérsniðna varahlutapakka.

Hafðu samband við þjónustu Marel í síma 563 8002 eða með tölvupósti á service@marel.is til að fá nánari upplýsingar um ofangreint. Við komum í heimsókn, skoðum búnaðinn og gerum tilboð sniðið að þínum þörfum.