Þjónustusamningar

Það er hverjum matvælaframleiðanda mikilvægt að tryggja að tækjabúnaður og kerfi gangi eins og best verður á kosið og með sem minnstum tilkostnaði. Fyrirbyggjandi viðhald og þjónusta gegna þar lykilhlutverki og stuðla að því að búnaðurinn skili ávallt hámarks afköstum og nýtingu.

Þess vegna býður Marel viðskiptavinum upp á þjónustusamninga sniðna að þörfum hvers og eins. Samningarnir ná meðal annars til vélbúnaðar, hugbúnaðar, neyðarþjónustu, ráðgjafar og kennslu í umgengni við búnaðinn. Einnig er boðið upp á fjartengingu við búnaðinn í gegnum netið sem auðveldar bilanagreiningu og styttir viðbragðstíma.

Þjónustusamningur hugbúnaðar er trygging viðskiptavinar.  Með öðrum orðum þá viðheldur þjónustusamningur hugbúnaðar verðgildi Innova þar sem Marel skuldbindur sig til að viðhalda verðgildi fjárfestingarinnar. Án þjónustusamnings getur hugbúnaður auðveldlega orðið úreltur og ekki hægt að nýta hann að fullu, ekki vegna Innova, heldur vegna þess að gagnagrunnur SQL eða stýrikerfi er skyndilega breytt af hálfu Microsoft. Það er ekki langt síðan við keyrðum á Windows XP, en nú er Windows 7 allsráðandi og breytingar á stýrikerfum miklar. Sömuleiðis hefur tölvubúnaður eins og harðir diskar takmarkaðan líftíma og verða þeir óáreiðanlegir með árunum. Með þjónustusamningi ertu að viðhalda verðgildi hugbúnaðar og tryggja það að hann verði ekki úreltur.

Með þjónustusamningi er átt við skriflegan viðskiptasamning um tiltekna þjónustu en hún getur tengst vélbúnaði, hugbúnaði, neyðarþjónustu, ráðgjöf, kennslu og fleira.

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að uppfæra þurfi hugbúnað:

  1. Viðbætur sem bætt er við í framtíðinni geta kallað á uppfærslu á stýrikerfi. (Nýjar uppfærslur af Innova)
  2. Reglugerðabreytingar sem neyða okkur í stýrikerfis eða hugbúnaðarbreytingar
  3. Ný stýrikerfi t.d. það koma ný stýrikerfi á ca 4. ára fresti.
  4. Öryggis uppfærslur vegna orma
  5. Til að viðhalda tengimöguleikum við ný tæki, bæði frá Marel og öðrum. 

Þjónustusamningur vélbúnaðar snýst um fyrirbyggjandi viðhald og að tryggja hámarksafköst kerfisins.