Rannsóknir og tækniþróun

Marel er leiðandi hátæknifyrirtæki á sviði þróunar á hágæðavörum og lausnum fyrir matvælaiðnað um heim allan. 
 
Um árabil hefur Marel starfrækt sérstakan rannsóknahóp sem hefur það markmið að auka þekkingu á nýrri tækni sem Marel getur fært sér í nyt í vöruþróun og þannig skotið fleiri stoðum undir tækni- og þekkingargrunn fyrirtækisins.
 
Rannsóknahópurinn fæst einkum við eftirfarandi:
  • Að þróa nýja tækni og aðferðir til matvælavinnslu innan Marel.
  • Að sækja ytri þekkingu og tækninýjungar inn í fyrirtækið.
  • Að efla samvinnu á sviði rannsókna og þekkingar við rannsóknastofnanir, háskóla, fyrirtæki og aðra aðila. 
Fyrir neðan eru dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem Marel hefur átt samstarf við um rannsóknir og tækniþróun, auk fjölda fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana á Íslandi og erlendis. 
 

Rannsóknamiðstöð Íslands

AVS Rannsóknarsjóður

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Matís

Háskóli Íslands

Háskólinn í Reykjavík