Marel vinnslutæknir

Langar þig að...

  • verða sérfræðingur á þínu sviði?
  • standa framar öðrum þegar kemur að sjálfvirknivæðingu í matvælavinnslu?
  • læra á Marel tæki, kerfi og hugbúnað?
     

...Þá er Marel vinnslutæknir námið fyrir þig

Til að svara kalli fiskiðnaðarins býður Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Marel upp á eins árs nám sem kallast Marel vinnslutæknir. Námið fer fram í staðarlotum og býður upp á mikla starfsmöguleika í fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði.

Á tímum sjálfvirkni og aukinnar tæknivæðingar í sjávarútvegi hefur þörfin fyrir fólk með mikla sérfræðikunnáttu aukist til muna. Til þess að hámarka afköst, gæði og hagkvæmni gerir iðnaðurinn kröfur um fagfólk sem getur haft yfirsýn, eftirlit og umsjón með vinnslunni. Námið hentar vel fólki sem starfar í greininni og hefur áhuga á að bæta þekkingu sína og færni í síbreytilegu umhverfi.

Námið er hugsað jafnt fyrir þá sem stunda atvinnu og hafa staðist raunhæfnimat, sem og fólk sem kemur beint úr tveggja ára grunnnámi Fisktækniskólans. Námstíminn er eitt skólaár og skiptist í tvær annir en hvor önn er 5-6 staðarlotur. Námsefnið er í sífelldri þróun og í takt við nýjungar í fiskvinnslu hverju sinni.


Allt sem þú þarf að vita...

Fjallað verður um eftirfarandi búnað frá Marel í náminu; flokkara, vogir, flæði- og pökkunarlínur, skurðarvélar og FleXicut. Meðal þess sem kennt er má nefna:

  • Marel stjórnkerfi og stýringar
  • Notkun og rekstur Marel tækja
  • Notkun Innova hugbúnaðar
  • Grunnur að upplýsingatækni
  • Hagnýt enska

Hluti af náminu er viku löng námsferð í sýningarhús Marel, Progress Point, í Kaupmannahöfn en náminu lýkur með hagnýtu lokaverkefni og námsmati.

Allar frekari upplýsingar um Marel Vinnslutækninámið eru að finna á vef Fisktækniskólans.

 

Marel vinnslutæknir