Vinna hjá Marel

Snemma á níunda áratugi síðustu aldar þróuðu nokkrir vísindamenn við Háskóla Íslands rafeindavogir til að nota í fiskiðnaði. Í framhaldi af því urðum við til. Nýsköpunarfyrirtæki sem fékk nafnið Marel.

Á rúmlega þrjátíu árum höfum við breyst úr litlu, íslensku sprotafyrirtæki í alþjóðlegt hátæknifyrirtæki sem er í fararbroddi í gerð tækni- og hugbúnaðar fyrir fisk-, kjöt- og kjúklingaiðnað.

Þessi árangur er starfsfólkinu að þakka. Hann byggir á menntun þeirra, hæfileikum og nýsköpun. Hann byggir líka á því að við hjá Marel tökum vel á móti nýjum hugmyndum, vinnum saman sem ein heild og höfum byggt upp skemmtilegan, fjölbreyttan og fjölskylduvænan vinnustað.

Marel er vinnustaður sem metur starfsfólk eftir árangri þess. Við vitum líka að stundum er miklu betra að hugsa og fá nýjar hugmyndir á meðan við hömumst í ræktinni, hjólum í vinnuna eða sitjum í matsalnum okkar; Bistro Blue með skyrboost eða kaffi frá Te & kaffi – kannski jafnvel við arininn eða yfir tafli. Við vitum hvað starfsfólkið okkar er dýrmætt og þess vegna bjóðum við ekki aðeins góða vinnuaðstöðu heldur líka tækifæri til þess að sinna líkamsrækt á vinnustað – nú eða að fara í billiard eða horfa á boltann.

Hvort sem tekið er á því í ræktinni eða allt lagt í sölurnar til þess að koma nýrri vöru á markað, þá er bæði gott og gaman að vinna fyrir Marel. Við leggjum okkur öll fram í leik og starfi og við stöndum saman í blíðu og stríðu.