Um okkur

Við erum alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með djúpar íslenskar rætur. Framleiðsla og sala fer fram um allan heim en höfuðstöðvarnar eru á Íslandi. Þar fer fram nýsköpun, þróun og framleiðsla tækni- og hugbúnaðar.

Starfsemin skiptist í þrennt eftir því hvort unnið er fyrir framleiðendur fisks, kjúklings eða kjöts. Önnur svið þjóna svo þessum þremur greinum; t.d. á sviði tækni, starfsmannamála og viðskipta- og upplýsingatækni.

Á Íslandi starfa um 600 manns fyrir Marel, en samtals starfa nærri 5.500 hjá okkur. Við höfum yfir 30 starfsstöðvar í fjórum heimsálfum og meira en 100 umboðsmenn um allan heim.

Við erum með þeim bestu í heiminum á sviði tæknibúnaðar fyrir matvælaframleiðslu og lítum björtum augum til framtíðar, enda er eftirspurnin á þessu sviði alltaf að aukast.