Tegundir starfa

Við erum hátæknifyrirtæki sem byggir á menntun, reynslu og færni okkar fólks. Við þurfum fjölbreyttan hóp starfsfólks með hæfileika, menntun og reynslu á ýmsum sviðum. Stundum finnum við það fólk sem við erum að leita að meðal þeirra sem þegar vinna hjá okkur en oft leitum við að nýju fólki.

Störfin eru margskonar, hvort sem þau snúa að búnaði fyrir fisk-, kjúklinga- eða kjötiðnað:

Tæknisvið

Við þurfum verk- og tæknifræðinga sem líta á starf sitt sem áskorun og taka skyldur sínar alvarlega. Ef þú ert með tækni- eða verkfræðimenntun, hefur góða samskiptahæfni og metnað til þess að ná langt í náinni framtíð, jafnvel á erlendri grund, þá gætum við verið að leita að þér.

Við leitum að úrræðagóðum fólki sem hræðist hvorki flókin vandamál né það að vinna undir álagi. Ef þú ert með menntun í tækni- eða verkfræðimenntun, hefur metnað, sannfæringarkraft og vilt vinna að hönnun og hagnýtingu tæknibúnaðar í fremstu röð, þá gæti Marel verið fyrir þig. Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og því er mikilvægt að þú að sért reiðubúin(n) til þess að ferðast til útlanda og jafnvel starfa erlendis.

Sala

Við leitum að sjálfstæðu og metnaðarfullu sölufólki sem kann að grípa tækifærin þegar þau gefast. Hefur þú áhuga á alþjóðaviðskiptum, skilning á tæknibúnaði okkar og getur þú bæði laðað að nýja viðskiptavini og haldið í þá sem fyrir eru? Þá gætum við verið að leita að þér.

Þjónusta

Við leitum að fólki til að sinna þjónustu og tækniaðstoð við viðskiptavini okkar. Ef þú hefur ríka þjónustulund, töluverða reynslu af tækni- og verkfræðistörfum, ert tilbúin/n til að að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu og miðla lausnum sem byggjast á þörfum þeirra, þá gætum við verið að leita að þér. Viðskiptavinir Marel eru í öllum heimshornum og því þarft þú að geta unnið við fjölbreytilegar aðstæður og ferðast víða um heim, gjarnan með skömmum fyrirvara.

Framleiðsla

Við leitum að hæfum einstaklingum sem vilja vinna að framleiðslu margs konar krefjandi og nýstárlegra vara fyrir matvælaiðnað. Sem starfsmaður í framleiðslu Marel færðu frábær tækifæri til þess að efla og auka sérfræðikunnáttu þína, bæði sem einstaklingur og sem hluti af öflugum faghópi. Kannski er framtíð þín hjá Marel.

Stoðsvið

Við leitum að metnaðarfullu fólki sem vill njóta velgengni í starfi, hvort sem er við mannauðsstjórnun, fjármál, í tölvudeild eða á markaðssviði. Ef þú vilt vaxa með okkur og starfa hjá fyrirtæki þar sem frumkvæði er mikils metið og gæði og nýsköpun eru í fyrirrúmi, þá áttu framtíð hjá Marel.