Starfsþróun

Við bjóðum þér tækifæri til þess að vaxa með okkur. Þín vegna og okkar vegna. Þú færð tækifæri til þess að þróast í starfi; hvort sem þú sækir Framleiðsluskólann okkar, tekur þátt í Marel Leadership Program, Youth Leadership Program eða sækir annað nám eða námskeið.

Við bjóðum bæði nám sem er sérsniðið fyrir fyrirtækið og líka almenna þjálfun t.d. í því að vera með kynningar, að nota Excel eða að læra ný tungumál. Þá er ótalið Viskustykkið; röð örfyrirlestra sem haldnir eru reglulega hjá okkur, ýmist af okkar fólki eða gestafyrirlesurum. Þeim er ætlað að vekja áhuga starfsfólks og veita því innblástur.

Á þennan hátt hjálpum við okkar fólki að byggja sig upp og styrkja sig, bæði í starfi og sem einstaklingar. Við viljum gefa starfsmönnum tækifæri til þess að þróa sig áfram og eiga sinn starfsframa hjá Marel; hvort sem er hér á Íslandi eða á einhverjum okkar fjölmörgu starfsstöðva erlendis.

Við trúum á okkar fólk og við fjárfestum í því.

Þannig er Marel.