Undirbúningur fyrir viðtal

 

Flestir umsækjendur sem við köllum í viðtal vilja vita við hverju má búast í viðtalinu og eftir hverju við sækjumst. Hér koma nokkur heilræði um hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir viðtalið.
 

Kannaðu málið

Við ætlumst til þess að þú kynnir þér fyrirtækið okkar, reksturinn, vörurnar og þjónustuna, strauma og stefnur í greininni, helstu keppinauta okkar, stöðuna sem þú sækir um, starfsþróunartækifærin og einhver þeirra verkefna sem starfsmenn okkar þurfa að kljást við. Þetta tryggir að þú skiljir betur markmið fyrirtækisins, auk þess sem góður undirbúningur eykur sjálfsöryggi. Þú getur leitað á fréttamiðlum og í könnunum að því sem tengist Marel og ef til vill þekkirðu þegar einhvern sem starfar hjá fyrirtækinu.

Vertu þú sjálf(ur)

Í viðtalinu færð þú, jafnt sem Marel, tækifæri til að athuga hvort þið fyrirtækið passið saman. Kynntu þér starfslýsinguna fyrir stöðuna sem þú hefur áhuga á og mundu að raunverulegur áhugi og jákvætt hugarfar getur hjálpað þér við að koma vel fyrir. Viðtalið gengur best ef þú ert þú sjálf(ur) Vertu hreinskilin(n) og ekki hika við að sýna þinn innri mann.

Ákveddu hverju þú svarar

Í viðtalinu spyrjum við þig ákveðinna spurninga sem varða stöðuna sem þú sækir um svo við getum metið getu þína og möguleika á að ná lengra. Talaðu opinskátt og ýtarlega um reynslu þína og hæfni. Það sem við sækjumst gjarnan eftir er fróðleiksfýsn, sköpunargáfa, ástríðufullur tækniáhugi, dugnaður, hæfileikar, frumkvöðlaandi og löngun til að skara fram úr!

Spyrðu okkur

Þú ert í þann mund að taka ákvörðun sem hefur áhrif á starfsferil þinn mörg ár fram í tímann. Gríptu þetta tækifæri til þess að spyrja spurninga um Marel og hvernig við vinnum að því að þróa fyrirtækið, starfskrafta þess og framtíðarsýn. Vel ígrundaðar spurningar bera vott um skilning þinn, áhuga og ástríðu. Við viljum endilega miðla af visku okkar svo þú getir tekið þá ákvörðun sem kemur sér best fyrir starfsferil þinn.

Myndaðu samband

Burt séð frá því hvort þú færð eða þiggur atvinnutilboð getur þú notað þetta tækifæri til þess að koma á varanlegu sambandi við fyrirtækið okkar. Viðtalið er tækifæri til þess að kynnast okkur og gera okkur kleift að kynnast þér. Ef til vill gætu þarna orðið þáttaskil og við óskum þér alls hins besta.