Thank you

*

Vörur og vörusýningar

Whitefish ShowHow 2018

Taktu daginn frá

Þann 26. september 2018 heldur Marel í fjórða sinn árlegt Whitefish ShowHow í glæsilegu sýningarhúsi sínu í Kaupmannahöfn. Þessi einstaki viðburður er sniðinn að þörfum þeirra sem vinna bolfisk og aðrar tegundir af hvítfiski.

Skráðu þig hér

Á Whitefish ShowHow gefst fiskframleiðendum tækifæri til að kynnast hágæða vinnslulausnum Marel í raunverulegu vinnsluumhverfi. Áhersla er lögð á að sýna hvernig hægt er að ná fram hámarks nýtingu á hráefni, styttingu vinnslutíma, lægri vinnslukostaði og auknu matvælaöryggi.


Nýjar lausnir kynntar

Á þessum einstaka viðburði verður fjölbreytt dagskrá í boði. Einn af hápunktunum verður kynning á nýjustu viðbótum við hið byltingarkennda FleXicut kerfi sem hafa í för með sér enn meiri sjálfvirkni í fiskvinnslu, betri hráefnimeðhöndlun, sjálfvirka pökkun með róbótum og fullan rekjanleika hvers bita, frá veiðum til neytenda.

Nánari dagskrá og nöfn fyrirlesara verður kynnt þegar nær dregur.
 

Alþjóðlegur vettvangur

Samhliða sýningunni verður boðið upp á gestafyrirlestra og málstofur um málefni sem varða iðnaðinn.

Viðburðurinn fer fram í Progress Point, glæsilegu sýningarhúsnæði Marel í Kaupmannahöfn. Þar gefst tækifæri á að hitta sérfræðinga Marel og kollega úr fiskiðnaði víða um heim í afslöppuðu umhverfi.

Tengiliður við fjölmiðla er Stella Kristinsdóttir, Markaðsstjóri Marel Fish, stella.kristinsdottir@marel.com.
 

Frekari upplýsingar

Hafðu samband við okkur á: whitefish@marel.com.

Fylgstu með okkur á Twitter og LinkedIn. #WhitefishSH
 

26. september, 2018
Progress Point, Kaupmannahöfn, Danmörku

marel.com/wfsh