Thank you

*

Vörur og vörusýningar

Whitefish ShowHow 2018

Taktu daginn frá

Þann 26. september 2018 heldur Marel í fjórða sinn árlegt Whitefish ShowHow í glæsilegu sýningarhúsi sínu í Kaupmannahöfn. Þessi einstaki viðburður er sniðinn að þörfum þeirra sem vinna bolfisk og aðrar tegundir af hvítfiski.

Á Whitefish ShowHow gefst fiskframleiðendum tækifæri til að kynnast hágæða vinnslulausnum Marel í raunverulegu vinnsluumhverfi. Áhersla er lögð á að sýna hvernig hægt er að ná fram hámarks nýtingu á hráefni, styttingu vinnslutíma, lægri vinnslukostaði og auknu matvælaöryggi.


Nýjar lausnir kynntar

Á þessum einstaka viðburði verður fjölbreytt dagskrá í boði. Einn af hápunktunum verður kynning á nýjustu viðbótum við hið byltingarkennda FleXicut kerfi sem hafa í för með sér enn meiri sjálfvirkni í fiskvinnslu, betri hráefnimeðhöndlun, sjálfvirka pökkun með róbótum og fullan rekjanleika hvers bita, frá veiðum til neytenda.
 

Alþjóðlegur vettvangur

Samhliða sýningunni verður boðið upp á gestafyrirlestra og málstofur um málefni sem varða iðnaðinn.

Viðburðurinn fer fram í Progress Point, glæsilegu sýningarhúsnæði Marel í Kaupmannahöfn. Þar gefst tækifæri á að hitta sérfræðinga Marel og kollega úr fiskiðnaði víða um heim í afslöppuðu umhverfi.

Nánari dagskrá og nöfn fyrirlesara verður kynnt þegar nær dregur. Áhugasamir geta skráð sig á Whitefish ShowHow og lesið meira um ráðstefnuna á marel.com/wfsh.

Tengiliður við fjölmiðla er Stella Kristinsdóttir, Markaðsstjóri Marel Fish, stella.kristinsdottir@marel.com.