Thank you

*

Vörur og vörusýningar

SensorX beinaleit í fiski

SensorX

Einar Sigurðsson, vörustjóri röntgenlausna hjá Marel hefur unnið með fyrirtækjum í matvælaframleiðslu um allan heim að því að auka gæði og bæta öryggi á framleiðsluvöru þeirra.

Það gerir hann með því að hjálpa þeim að innleiða og samþætta SensorX gæðaskoðunarkerfið og Innova framleiðsluhugbúnaðinn inn í framleiðsluferli þeirra.

Í kynningu sem hann hélt á Food Sure Summit ráðstefnunni í Amsterdam 16.–18. apríl sl., sýndi hann fram á þann ávinning sem þær lausnir sem Marel býður upp á til beinaleitar færa matvælavinnslum, stórum matvælafyrirtækjum og svo auðvitað neytendunum sjálfum. Í örviðtalinu sem hér fer á eftir útskýrir Einar þau áhrif sem SensorX hefur nú á fiskvinnsluna:

„SensorX hefur í mörg ár átt mikilli velgengni að fagna í alifuglaiðnaðinum. Nú er SensorX hins vegar líka hægt og rólega að verða ákveðinn gæðastaðall er kemur að beinaleit í fiskvinnslunni. Það er erfiðara að greina bein í fiski heldur en í alifugla- eða nautakjöti, þar sem beinin eru yfirleitt miklu minni og ekki eins rík af kalki, en virði SensorX felst aðallega í því að auka gæði hráefnisins; að geta greint þau bein sem geta valdið neytendum óþægindum og jafnvel skaða.

„SensorX hefur á undanförnum árum náð æ betri árangri í að grein bein í fiski, sem er mestmegnis tilkominn vegna stöðugrar þróunar á hugbúnaði kerfisins. Síðustu 2–3 ár hefur SensorX sýnt og sannað getu sína í að greina flest ef ekki öll þau bein í fiski sem geta valdið skaða fyrir neytendur.

„Fyrir marga viðskiptavini Marel hefur SensorX beinaleitarkerfið haft veruleg áhrif á þeirra fiskvinnsluferli sem og á gæði vörunnar. Kerfið hefur aukið virði þeirrar vöru sem viðskiptavinir okkar keyra í gegnum kerfið og fækkað kvörtunum og innköllunum vegna beina verulega, í sumum tilfellum útrýmt slíku algerlega.“
 

Bone detection


ESPERSEN TRYGGIR GÆÐIN MEÐ SENSORX

„Evrópski fiskframleiðandinn Espersen er einn helsti þorskframleiðandi heims. Fyrirtækið selur fisk til margra stórra viðskiptavina, eins og t.d. McDonalds, og er vara frá Espersen þekkt um allan heim fyrir mikil gæði.

„Þegar verið var að innleiða SensorX hjá Espersen þá komst yfirstjórn verksmiðjunnar að sömu niðurstöðu og við; að góð beinaleit felst ekki endilega í því að reyna að finna öll bein, sama hversu smá þau eru, heldur frekar að geta greint og fjarlægt þau bein sem valda óþægindum og skaða á stöðugan og jafnan hátt – eitthvað sem fólk er ekki fært um að gera. Eftir því sem fleiri fiskframleiðendur komast að þessari sömu niðurstöðu, þá munum við geta átt von á auknum áhuga og vexti í sjálfvirkri beinaleit fyrir fisk á komandi árum.“