Thank you

*

Fréttir

Rými til að skapa

13. október 2017

Nýtt skrifstofurými fyrir vöruþróun var formlega tekið í notkun föstudaginn 13. október síðastliðinn og var því að sjálfsögðu fagnað með pompi og prakt.

Marel hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á góða vinnuaðstöðu en þegar kom að því að þróa nýtt rými fyrir vöruþróun var sérstök áhersla lögð á að hanna aðstöðu sem styður við gildi Marel; samheldni, metnað og nýsköpun.

Efla og Ferill verkfræðistofur, ásamt Apparat arkitektarstofu og fjölmörgum einstaklingum, voru fengin að verkefninu. Markmið þess var að taka tillit til hvort tveggja; þörfum vöruþróunar sem og breyttra væntinga starfsfólks um skrifstofurými. Afleiðing af þeirri vinnu er t.a.m. sú að vöruþróun er nú tengd beint við framleiðslurýmið auk þess sem boðið er upp á aðstöðu til að vinna saman í teymi sem og að starfa í friði.

Opnunni var fagnað á árlegum framleiðsludegi Marel þar sem fólki úr öllum deildum fyrirtækisins gefst tækifæri til að kynna sér það sem fer fram á framleiðslugólfinu.

 

Nýtt skrifstofurými vöruþróunar