Thank you

*

Þjónusta og viðskiptavinir

Nýting og hagkvæmni í fremstu röð

18. apríl 2017

Custom Grader flokkarinn frá Marel tryggir að nú er hver einasti pakki af réttri þyngd hjá Ventisqueros laxavinnslunni í Chile.

Ventisqueros hefur ræktað og unnið silung og lax í næstum 30 ár og er meðal traustustu fiskvinnslufyrirtækja í Patagoníu í Chile. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæðaafurðir og fyrir að leggja áherslu á sjálfbærni í öllum rekstri sínum.

Ventisqueros byrjaði á fiskeldi og ekki leið á löngu áður en fyrirtækið hafði einnig tekið upp vinnslu og aðra þætti framleiðsluferilsins. Það er nú í fremstu röð laxavinnsla í Chile. Ventisqueros er líka í hópi þeirra laxafyrirtækja sem urðu fyrst til þess að mæla kolefnisspor sitt, í því skyni að minnka umhverfisáhrif starfseminnar.
 

FERSKFISKUR TIL ÚTFLUTNINGS

Ventisqueros ræktar eldislax í nýrri 8.000 fermetra fiskvinnslu í Puerto Montt, Chile og sérhæfir sig í fullvinnslu afurðanna. Fyrirtækið býður upp á ferska afurð í fremstu röð og selur til markaða í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum,Norður- og Suður-Ameríku.
 

TVÆR SJÁLFVIRKAR PÖKKUNARLÍNUR

Hjá Ventisqueros er stöðugt leitað leiða til þess að auka skilvirkni framleiðslunnar. Fyrirtækið ákvað að leita að lausn sem passaði inn í framleiðsluferlið og gæti gert pökkunarferlið sjálfvirk. Þannig verður hægt að að bæta pökkunarferlið og fækka þeim sem þarf að ráða til árstíðabundinna starfa.

Í Chile eru sjálfvirkir flokkarar yfirleitt ekki notaðir nema þegar unnið er með mikið magn afurða; t.d. þegar pakkað er í stórar umbúðir, framleitt mjög mikið eða þegar verið er að taka á móti hráefni. Ventisqueros hafði aðrar óskir; í samvinnu við Marel þróaði fyrirtækið því tækni sem hentaði sérstökum þörfum þess.
 

SKILVIRKNI OG NÁKVÆM VIGTUN

Það eru tveir stórir gallar við að pakka í höndunum: Annars vegar árstíðabundnar sveiflur á þörf fyrir starfsfólk og hins vegar er það yfirvigtin sem verður óhjákvæmilega til í síðasta þrepi vinnslunnar.

,,Við áætluðum að tapið vegna yfirvigtar væri um 2-3%, þegar pakkað var handvirkt. Eftir að við settum upp Custom Grader-flokkarann frá Marel, lækkaði það hlutfall niður í 0,5%,” segir Gonzalo Acevdo, framleiðslustjóri Ventisqueros. ,,Viðskiptavinir okkar vilja sanngjarnt verð og nýi flokkunarhugbúnaðurinn gerir okkur kleift að bjóða rétta þyngd í réttum verðflokki.”
 

BORGAR SIG Á AÐEINS TVEIMUR MÁNUÐUM

Nýi flokkarinn tryggir ekki aðeins meiri nákvæmni í þyngd og færri tilfelli yfirvigtar. Hann kemur einnig í stað tveggja flæðilína, þar sem pakkað var handvirkt. ,,Framfarirnar fólust ekki aðeins í meiri framleiðni heldur einnig og ekki síður, í því að framleiðsluferlið allt varð hagkvæmara,” segir Acevedo. ,,Þetta tvennt varð til þess að það tók okkur mjög skamman tíma að vinna upp þann kostnað sem við höfðum lagt í: það tók okkur ekki nema tvo mánuði!”
 

FLOKKUN EFTIR MÁLI

Custom Graders flokkararnir frá Marel eru fjölhæfir og byggðir á stöðluðum einingum fyrir ólík verkefni við hráefnisflokkun. Hægt er að nota þessa öflugu flokkara með ýmsum hættis.s; í innmötun, flokkun, samvali og pökkun. ,,Marel búnaðurinn er mun öruggari en það sem samkeppnisaðilarnir geta boðið upp á,” segir Acevedo. ,,Tækin frá Marel eru sterk og þurfa ekki mikið viðhald.”

,,Marel skar sig líka úr vegna þátttöku tæknimanna og hönnuða í verkefninu. Þannig var þróuð sérhönnuð lausn sem hentaði okkar pökkunarferli. Ég veit ekki um neinn annan framleiðanda sem hefði ekki aðeins þróað verkefnið í samstarfi við okkur, heldur einnig ábyrgst loforð í samningi um virkni,” útskýrir Acevedo.
 

ÞJÓNUSTA Á STAÐNUM

Hæfni og þjónustulund tæknimannanna sem komu frá Marel til að setja upp kerfið er meginástæða þess, hve notkunin hefur gengið vel. ,,Tekið á áskorunum við uppsetninguna um leið og þær komu upp. Ekki nóg með það, heldur sér Marel til þess að fljótt er sett upp þjónusta á staðnum, en það er okkur mjög mikilvægt. Við vitum ekki til þess að neitt annað fyrirtæki á þessu sviði bjóði jafn góða og skilvirka þjónustu, eftir að gengið hefur verið frá sölu,” segir Acevedo.
 

TRAUST OG ÖRYGGI

Samstarf Ventisqueros og Marel hófst fyrir tveimur árum. Það gerðist í tengslum við vöxt laxfiskiðnaðar í Chile og tækni- og vöruþróun, á sviði fiskvinnslu, sem fylgdi þeim vexti. Meðal þess tæknibúnaðar frá Marel sem Ventisqueros notar, má nefna pökkunarlínur, flokkara, vogir og Innova hugbúnað fyrir matvælavinnslu.

,,Eftir því sem við kynnumst betur þeim lausnum og búnaði sem Marel hefur upp á að bjóða,því betur treystum við því að við getum boðið það besta. Það skilar sér svo til viðskiptavina - þeir finna að hægt er að treysta framleiðsluferlinu,” segir Acevedo að lokum.