Thank you

*

Þjónusta og viðskiptavinir

Nákvæmni í bitaskurði verður auðveldari

12. október 2017

Fiskvinnslufyrirtæki eiga oft erfitt með að fá til sín og halda í gott og áreiðanlegt starfsfólk. Þetta getur leitt til tapaðra viðskiptafæra og leitt til þess að ekki takist að standa við samninga, sérstaklega á háannatíma. Það verður svo til þess að tregðu gætir við að auka fjölbreytni framleiðslunnar.

Marel I-Cut 130

Dai Dai Thanh Seafoods hefur leyst þetta vandamál með því að fjárfesta í I-Cut 130 PortionCutter frá Marel. Það hefur gert fyrirtækinu kleift að fjölga afgreiddum pöntunum samhliða því að standast allar kröfur viðskiptavinanna um stærð, gæði og samræmi vörunnar.
 

Gallar við að snyrta og skera fiskinn handvirkt

Það tekur bæði mikinn tíma og krefst mikils fjölda starfsmanna að skera pangasius-fisk í skammta, auk þess sem erfitt er skera þá af nákvæmni. Hang Quoc Dinh, sölustjóri hjá Dai Dai Thanh Seafoods, útskýrir að það sé nær ómögulegt fyrir starfsfólkið að meta þyngd skammtanna nógu nákvæmlega. Þess vegna þurfi að vigta hvern skammt bæði fyrir og eftir að hann hefur verið snyrtur. Niðurstaðan verður fjöldi mistaka, lítil framleiðni og misstórir skammtar. Fyrirtækið gat ekki afgreitt stórar pantanir áður en það tók I-Cut 130 PortionCutter í notkun, né afgreitt pantanir þar sem ekki mátti muna meira en 20–25 gr. á skammtaþyngdinni. Það hefur nú gjörbreyst.
 

Aukin afköst – meiri framleiðni 

Dai Dai Thanh Seafoods ákvað að festa kaup á  I-Cut 130  eftir að hafa prufað búnaðinn og reiknað út hve hratt fyrirtækið næði að hafa upp í kostnað vegna fjárfestingarinnar. Markmiðið var að auka framleiðni og finna lausn á vanda vegna skorts á sérhæfðu starfsfólki.  I-Cut 130 PortionCutter skar og snyrti allt að 1000 skammta á mínútu með mikilli nákvæmni og minnkaði þar af leiðandi verulega þörf fyrir handvirka vinnslu. Þannig gat nær einn þriðji sérhæfðra starfsmanna Dai Dai Thanh Seafoods nú sinnt öðrum verkefnum hjá fyrirtækinu.
 

Marel I-Cut 130

Samræmd skammtastærð

Um leið og búið var að taka I-Cut 130 í notkun kom í ljós hve miklu auðveldara var að ná samræmdri skammtastærð. Fjöldi sérhæfðra starfsmanna gat nú tekið að sér önnur verkefni og veittist Dai Dai Thanh Seafoods auðvelt að auka fjölbreytni framleiðslunnar. Fyrirtækið gat jafnframt notað skammtaskurðvélina bæði til að skera beint sem og með 45 gráðu hallandi skurði sem bætti samkeppnisstöðu þess.
 

Ánægðir viðskiptavinir

Frá því að fyrirtækið tók I-Cut 130 í notkun hafa viðskiptavinir þess látið í ljós ánægju sína með gæði vörunnar og það að hægt sé að treysta á að fá alltaf jafn góða vöru. Sem dæmi má nefna að um 20–30% af heildarframleiðslu Dai Dai Thanh Seafoods á pangasius-skömmtum fer til Japan en þar eru gerðar afar strangar kröfur. Japanir reikna gjarnan nákvæmlega út hve mikið þeir borða og vigta hvern þátt máltíðarinnar til þess að reikna út næringargildi sem henta á tilteknum aldurshópum. Þess vegna gera þeir miklar kröfur um nákvæma þyngd skammta og að þyngdin sé alltaf sú sama. I-Cut 130 á því stóran þátt í sterkri stöðu fyrirtækisins í Japan.
 

Ánægðir starfsmenn

Dai_Dai_Thanh_logo

Pham Thi Man, yfirmaður tæknimála hjá Technical Dai Dai Thanh Seafoods, áætlar að I-Cut 130 geti sinnt störfum allt að 60 sérhæfðra starfsmanna vinnslulínunnar. Hún segir búnaðinn auðvelda þeim að tryggja öruggt vinnuumhverfi þar sem bæði sé auðvelt að vinna með og þrífa tækið. Það sé jafnframt mögulegt að stilla það þannig að það skeri með mismunandi halla en skurðarhnífarnir eru utan seilingar starfsmanna og því er engin hætta á slysum. Þá er einnig einfalt að forrita I-Cut 130 til að mæla hve hátt hlutfall hvers pangasius-flaks fer til spillis ef flakið er skorið til að ná tiltekinni þyngd eða lengd.
 

Vinnsla sem gefur forskot

I-Cut 130 PortionCutter er sérhannaður til þess að mæta framleiðsluþörfum stórra fyrirtækja. Það hentar sérlega vel til þess að skera ferskan, beinlausan fisk í skammt af tiltekinni lengd og/eða þyngd. Nú fer aðeins 0.05% til spillis og Dai Dai Thanh Seafoods hefur því lækkað kostnað verulega og um leið minnkað álag á starfsmenn. Fyrirtækið hefur bætt samkeppnisstöðu sína, fjölgað afgreiddum pöntunum og á nú auðveldara með að mæta kröfum viðskiptavina sinna um bæði mikla nákvæmni og mikil gæði.

Meiri upplýsingar um I-Cut 130 PortionCutter