Thank you

*

Þjónusta og viðskiptavinir

Marine Harvest Ryfisk: Þjónusta Marel er alveg einstök

30. október 2018

Marine Harvest Ryfisk, sem er fiskeldisfyrirtæki í suðvesturhluta Noregs, vildi bæta rekstur og auka afköst hjá fyrirtækinu, án þess þó að fjölga starfsfólki. Í þessu skyni hefur fyrirtækið sett upp hjá sér flokkunarbúnað og pökkunarlínu frá Marel auk stýrihugbúnaðar frá Innova.

Judita Grakauskaite, Jamaa Nouissi and Odd Fossa

FLJÓTIR AÐ NÁ MARKMIÐUM UM AFKÖST

Tæknimenn frá Marel voru á staðnum þegar framleiðsla með nýja tæknibúnaðinum var sett í gang. „Eftir uppsetninguna þurfti að fínstilla búnaðinn og þeir hjálpuðu okkur við það,“ segir Odd Fosså, framleiðslustjóri vinnslunnar.

Við vorum raunsæir og bjuggumst alveg við því að það kæmu upp einhver vandamál í upphafi. Það gerist alltaf þegar ný tæki og kerfi eru tekin í gagnið. En við vorum hæstánægðir með hve hratt og vel gekk að ná markmiðum okkar um afköst!

– Odd Fosså, framleiðslustjóri hjá Marine Harvest Ryfisk
 

Við hittum Fosså og Per Magne Gabrielsen, framkvæmdastjóra Marine Harvest Ryfisk, tveimur vikum eftir uppsetninguna og þá höfðu þeir þegar náð 85% áætlaðra afkasta. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segja þeir. „Suma daga náum við fullri afkastagetu. Við bjuggumst alls ekki við að geta keyrt framleiðsluna á svona miklum afköstum þetta snemma. Það er bara frábært að verða vitni að þessum árangri.“

Eftir aðeins fimmtán framleiðsludaga eru þeir komnir langt fram úr væntingum og fyrri reynslu. „Svona lagað tekur tíma. Þegar unnið er með hátækni og flókin kerfi, þá þarf allt að passa saman. Þetta hefur allt gengið alveg ofboðslega vel,“ segir Gabrielsen.

„Starfsmennirnir á flokkaranum eru mjög ánægðir. Þeir voru svolítið efins í upphafi en nú eru þeir mjög ánægðir. Öll vandamál sem upp hafa komið, hafa verið leyst fullkomlega og Marel hefur séð um að við höfum allt sem til þarf á staðnum, ef og þegar með þarf.“

Ryfisk

AUÐVELD UPPSETNING

Verkefnastjórinn undirbjó uppsetninguna svo vel, áður en að henni kom, að allur búnaðurinn var kominn á rétta staði á réttum tíma og uppsetningin gekk mjög vel.

„Við vorum mjög ánægðir með þetta,“ segja bæði Gabrielsen og Fosså. „Marel innleiddi og setti upp búnaðinn án nokkurra vandkvæða og fylgdu öllu ferlinu eftir sjálfir.“
 

TRYGGJUM MATVÆLAÖRYGGI

Neytendur krefjast þess að matvælaframleiðendur leggi mikla áherslu á matvælaöryggi og slíka kröfu er einnig að finna í lögum. „Við erum ánægðir með það hvernig þrifvænleg hönnunin gerir okkur kleift að tryggja matvælaöryggi,“ segir Fosså. „Það auðveldar mjög hreinsun flokkarans. Hönnunin gerir þrif mjög auðveld, sem þýðir að við bæði spörum tíma og getum verið örugg um að vélin sé alveg hrein.“
 

HUGBÚNAÐUR FYRIR FRAMLEIÐSLUSTÝRINGU

„Við þurftum hugbúnað til þess að stýra allri framleiðslunni og við skoðuðum lausnir frá mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum,“ segir Gabrielsen. „Við lögðum höfuðáherslu á hagstætt verð, gæði og gott notendaviðmót.“ Niðurstaðan var að Innova Food Processing Software frá Marel varð fyrir valinu.

Ryfisk hefur nú notað Innova-hugbúnaðinn í mörg ár. „Allt starfsfólkið í framleiðslunni þekkir Innova vel. Það vó þungt þegar við ákváðum að velja lausnir frá Marel,“ segir Fosså.
 

SAMSTARF MAREL OG RYFISK LEIÐIR TIL NÝSKÖPUNAR

Ryfisk hefur unnið með Marel að tilraunaverkefnum við þróun bæði ITM og flökunarvélarinnar. Gabrielsen er hrifnastur af virkni og stærð MS 2730 flökunarvélarinnar.

„Stærð vélarinnar hentar okkur sérlega vel,“ segir Gabrielsen. „Ryfisk-fiskvinnslustöðinni tókst að afkasta sama fjölda fiskflaka og fyrir breytinguna, það má þakka hinni fyrirferðarlitlu flökunarvél. Mér finnst líka að Marel hafi verið mjög skapandi í þróun pakkalausnanna sem fyrirtækið býður upp á. Lausnir Marel og tækin frá þeim bæði virka og mæta þörfum okkar!“ segir hann.

Ryfisk

SAMSTARFIÐ VIÐ MAREL

„Við vorum mjög ánægðir þegar Marel gat sýnt að lausnir þeirra sköruðu fram úr á öllum sviðum; bæði tæknilega, hvað varðar hagræðingu og verð vörunnar,“ segir Gabrielsen, sem hóf störf hjá Ryfisk eftir að fyrsta flökunarvélin var sett upp. „Áframhaldandi samstarf við Marel var það eina rétta,“ bætir hann við.

Fosså er sammála: „Við höfum átt í nánu samstarfi við Marel frá 1999. Þá keyptum við fyrsta flokkarann frá Marel. Nú er hann búinn að vera í notkun í tvo áratugi; tvær vaktir á dag.“

Fosså er búinn að starfa hjá fyrirtækinu í 27 ár. Hann tók þátt í umbreytingunni þegar flokkarinn frá Marel var settur upp en áður hafði allt verið flokkað í höndunum. Sú breyting varð til þess að afköstin jukust um 40% á þeim vörum sem fyrirtækið hafði unnið.

Svona gæðabúnaður er draumur hvers framleiðenda; hann virkar eins og hann á að gera og hjálpar okkur að ná framleiðslumarkmiðum okkar.

– Odd Fosså, framleiðslustjóri hjá Marine Harvest Ryfisk
 

„Við erum búnir að vinna með Marel í áratugi og það hentar okkur mjög vel að halda áfram að skipta við Marel.“
 

FYRIRMYNDARSAMSKIPTI

„Samskipti Ryfisk og Marel hafa verið frábær – alveg frá því við byrjuðum hönnunina og þar til kom að uppsetningu og gangsetningu og þau hafa uppfyllt allar okkar væntingar,“ segir Gabrielsen. „Allt hefur gengið samkvæmt áætlun og samskiptin og innleiðingin frá upphafi til enda hafa bara verið frábær.“ „Við erum mjög ánægðir með samstarfið," bætir Fosså við.

Skömmu eftir að samningurinn var undirritaður í febrúar 2017 varð breyting hjá Marel og nýr verkefnastjóri tók við verkefninu. Gabrielsen og Fosså voru mjög efins þegar þeir fengu að vita að það ætti að skipta um verkefnisstjóra, „...en verkefnastjórinn hefur staðið sig mjög og ég held að enginn hefði getað skilað betra verki,“ segir Fosså.

Ryfisk

KOSTIR LANGS SAMSTARFS

„Það er mjög þægilegt að eiga samskipti við sama starfsmann og sömu samstarfsaðila og fyrir 20-25 árum,“ segir Gabrielsen. „Roy Arne Sørvik og Åsmund Haga hafa starfað með okkur allan tímann og þeir eru enn hjá Marel. Svona samfella og stöðugleiki skapar traust.“

„Við vitum að við getum alltaf hringt ef við þurfum að ræða eitthvað eða ef okkur vantar upplýsingar,“ segja bæði Fosså og Gabrielsen. „Í þau tuttugu ár sem við höfum notað flokkarann hefur hann aldrei legið niðri (í marga klukkutíma) þannig að hráefni hafi skemmst.“

„Í heildina, þá hefur afhending tækja og búnaðar, og þjónusta Marel verið alveg einstök,“ segir Fosså.

„Við höfum aldrei orðið fyrir teljandi bilunum með gamla flokkarann á framleiðslutíma,“ bætir Gabrielsen við. ,,Það er ekkert minna en stórkostlegt! Við vitum að flokkararnir frá Marel skila sínu og við hlökkum til þess að sjá árangurinn þegar nýi flokkarinn hefur náð fullum afköstum.“