Thank you

*

Samfélagið

Marel tekur þátt í Gullegginu

21. september 2017

Marel er stoltur bakhjarl Gulleggsins í ár en Gulleggið er frumkvöðlakeppni sem allir geta tekið þátt í.

Keppnin er góður vettvangur frumkvöðla til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim áætlanir sem og fyrsta skrefið að því að stofna fyrirtæki. Gullegginu er stýrt af Icelandic Startups sem hefur fóstrað frumkvöðla á Íslandi síðasta áratuginn. 

Marel mun koma að keppninni með beinum hætti en við munum halda vinnusmiðju um vöruþróun sem styðja mun við hugmyndavinnu keppenda ásamt því að halda kynningarkvöld keppenda þann 21. október þar sem tíu bestu liðin munu kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir dómnefnd.

Keppnin fer formlega af stað n.k. laugardag, 23. september og lýkur með lokakvöldi þann 28. október.

Marel tekur þátt í Gullegginu