Thank you

*

Þjónusta og viðskiptavinir

Marel hlýtur viðurkenningu frá Lagnafélagi Íslands

30. apríl 2018

Þann 26. apríl síðastliðinn hlaut Marel, ásamt verktökunum sem unnu að framkvæmdum nýs vinnurýmis fyrir vöruþróun, viðurkenningu frá Lagnafélagi Íslands vegna framúrskarandi endurbóta á lagna- og loftræstikerfum tengdum verkefninu.

Verkefninu fylgdu töluverðrar áskoranir þar sem húsnæðið var í notkun og starfsemi í fullum gangi á meðan á framkvæmdum stóð. Fram kom í umsögn dómnefndar að sérstaða lagnaverksins fælist meðal annars í að lagnir væru sýnilegar í rýminu, mikilli útsjónarsemi hefði verið beitt við lagningu þeirra og að allur frágangur væri afar vandaður og bæri merki um gott handbragð.

Forseti Íslands er verndari verðlaunanna og veitir þau árlega. Bjarni Þór Guðjónsson, umsjónarmaður fasteignar, tók við verðlaununum fyrir hönd Marel.

Bjarni Þór Guðjónsson, umsjónarmaður fasteignar hjá Marel, og forseti Íslands

Aðrir verðlaunahafar voru Efla fyrir hönnun loftræsti- og lagnakerfa ásamt brunahönnun á sprinklerkerfum, stjórnun hljóðvistar og stýritækni lagna- og loftræstikerfa og rafals í öllum rafbúnaði, G.I.G. Raflagnir fyrir gott handverk við uppsetningu og frágang raflagna, Raflagnir ehf. fyrir snyrtilega uppsetningu, frágang og gott handverk á stjórnbúnaði lagnakerfa, Snittvélin ehf. fyrir gott handverk og snyrtimennsku við lagningu og frágang pípulagnakerfa, Blikksamlagið ehf. fyrir gott handverk, útsjónarsemi og snyrtimennsku við lagningu og allan frágang loftræstikerfa og að lokum Apparat fyrir gott samstarf um vönduð lagna- og loftræstikerfi.