Thank you

*

Fréttir

Marel gengur frá kaupum á MAJA

14. ágúst 2018

Marel tilkynnti 25. júlí síðastliðinn að fyrirtækið hefði samþykkt kaup á MAJA, þýskum framleiðenda matvinnslubúnaðar. Samkeppnisyfirvöld hafa nú samþykkt kaupin og hefðbundin skilyrði eru uppfyllt. Kaupin gengu formlega í gegn í dag, 14. ágúst 2018.

Kaupin á MAJA tryggja sterka stöðu Marel á alþjóðlegum mörkuðum og eru í samræmi við þá stefnu Marel að vera leiðandi framleiðandi á háþróuðum heildarlausnum og stöðluðum búnaði fyrir öll stig vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski.

Gott vöruframboð MAJA og sterk markaðsstaða gerir Marel betur í stakk búið til þess sækja á nýja markaði og bjóða upp á lausnir fyrir öll stig kjötvinnslu á alþjóðavísu. Saman munu fyrirtækin leggja áherslu á vöruþróun og verðmætasköpun fyrir viðskiptavini um allan heim.

Nánar um MAJA kaupin