Thank you

*

Samfélagið

Marel gefur ungbarnavogir

21. desember 2018

Marel hefur haft þann sið fyrir hver jól síðan árið 2004 að gefa ungbarnavogir þangað sem þeirra er þörf.

Að þessu sinni fengu Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað hvor um sig eina ungbarnavog að gjöf, sem og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tvær.

Fulltrúar Marel afhentu ungbarnavogir fyrir jólin

Vogirnar eru sérhannaðar og smíðaðar í vélsmiðju Marel í Garðabæ. Tæknin sem stuðst er við kemur úr sjóvinnslu en sjóvogir eru einn af hornsteinum vöruframboðs Marel.

Vogirnar eru einstaklega nákvæmar, með 2g skekkjumörk, og halda nákvæmni sinni þó svo nýburinn sé á hreyfingu meðan hann er vigtaður. Vogirnar koma að góðum notum þar sem nákvæmni í mælingum skiptir oft miklu við mat á heilsu nýbura.

Þannig eru dæmi um að hægt sé að útskrifa börn fyrr þar sem vogin er notuð því auðveldara er að meta þyngd og þyngdaraukningu/tap af meiri nákvæmni en annars. Börnin eru t.a.m. sett á vogina fyrir og eftir gjöf til að meta magn mjólkur sem þau innbyrgða hverju sinni svo hægt sé að tryggja að þau nærist nægjanlega vel fyrstu dagana.

Fulltrúar Marel afhentu ungbarnavogir fyrir jólin