Thank you

*

Þjónusta og viðskiptavinir

Flökunarlausn til framtíðar

3. maí 2018

Jorge Fernández, CEO at Camanchaca

Salmones Camanchaca er laxfiskvinnsla í Bio Bio héraði í Los Lagos Aysén í Chile. Árið 2016 setti fyrirtækið upp fyrstu flökunarvélina frá Marel (MS 2730). Það gaf góðan árangur og nú í ár lætur fyrirtækið setja upp aðra flökunarlínu frá Marel.
 

BETRI ÁRANGUR

Camanchaca vildi auka nýtingu, afköst og skila frá sér betri vöru ásamt því að einfalda flökunarferlið og ákvað því að fjárfesta í búnaði frá Marel.

„Við keyptum flökunarbúnað frá Marel til þess að bæta vinnsluferlið og til að geta skilað betri vöru til neytendanna. Frá því að við settum upp búnaðinn hefur framleiðnin aukist um u.þ.b. 30% og við höfum aukið nýtinguna um a.m.k. 1%,“ segir Jorge Fernández, forstjóri Camanchaca. „Við ætluðum ekki að kaupa nýrri gerð flökunarvélar en árið 2015, þegar við kynntum okkur MS 2730 flökunarvélina frá Marel; sjálfvirkni vélarinnar og spennandi lausnir sem gætu nýst okkur til framtíðar, þá ákváðum við að breyta um stefnu og kaupa allan helsta tæknibúnaðinn fyrir vinnslustöðina okkar frá Marel.“

Jorge segir fyrirtækið gera sér grein fyrir því að það borgi sig að fjárfesta í heilli flökunarlínu, í stað þess að kaupa einstaka hluti búnaðarins frá ólíkum aðilum. „Með þessu móti höldum við sóun í lágmarki og hagnaði í hámarki. Við erum svo ánægðir með búnaðinn að nú stendur til að búa tvær af vinnslustöðvum okkar til viðbótar með tækjum frá Marel.“

Nú notar fyrirtækið tækjabúnað frá Marel fyrir allt ferlið, frá hausun til dreifingar á flökum. Það hefur skilað því meiri skilvirkni, auðveldari þrifum og betri stýringu á frammistöðu.
 

LAX AF BESTU GERÐ

Salmones Camanchaca

Kostir flökunarlínunnar eru ekki aðeins betri nýting og meiri afköst, heldur einnig betri og nákvæmari skurður og færri tilvik þar sem mannshöndin þarf að snerta fiskinn. Allt stuðlar þetta að því að fyrirtækið geti boðið betri vöru.

Camanchaca hefur alltaf verið þekkt fyrir að vinna aðeins fyrsta flokks lax og sama gildir um aðrar vörur fyrirtækisins. Flökunarlínan frá Marel er ástæða þess að Camanchaca hefur getað boðið enn betri afurðir úr laxi með því að bæta snyrtingu flaka án þess að mannshöndin komi við laxinn. „Nú er varan frá okkur orðin miklu betri, þar sem sjálfvirka MS 2730 flökunarvélin frá Marel tryggir betri meðferð hráefnisins,“ segir Jorge.
 

TIL FRAMTÍÐAR MEÐ MAREL

Flökunarlínan frá Marel er sú fyrsta sinnar tegundar í Chile. Með henni hefur Camanchaca sett ný gæðaviðmið fyrir laxfiskvinnslu í Chile og telst nú búa yfir allra nýjustu tækni. Búnaðurinn hefur hjálpað þeim að byggja enn frekar á styrkleikum sínum ásamt því að hagræða í ferlinu og ná enn meiri framleiðslu hvern dag.

Nú hefur Camanchaca einnig fjárfest í Innova hugbúnaði sem verður settur upp seinna á þessu ári. Það er í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að byggja á hátækni við rekstur vinnslustöðvanna. Hugbúnaðurinn höfðaði til þeirra sem heildstæð lausn sem mun bjóða allt sem þarf í einni einingu; þar á meðal allar upplýsingar sem þarf um vöruna, skömmtun, hagnað og rekjanleika. Þeim leist líka vel á hugbúnaðinn sem hluta af lausn sem gæti nýst fyrirtækinu til framtíðar.

Jorge útskýrir að, „hugmyndafræðin á bak við Innova, sem byggir á því að geta vaktað og stjórnað ferlinu í rauntíma, var lykilþáttur í þeirri ákvörðun okkar að velja að skipta við Marel.“
 

ÞJÓNUSTA OG ÞJÁLFUN Í FYRIRRÚMI

Salmones Camanchaca

Það var ekki aðeins vegna betri útkomu úr vinnsluferlinu sem að Camanchaca valdi að skipta við Marel. Jorge útskýrir: „Það var líka vegna þeirrar þjónustu og þeirrar skuldbindingar sem Marel sýndi okkur.“

Þessi skuldbinding er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið. „Við þurfum að geta treyst því að búnaðurinn sé öruggur og því að Marel muni bregðast hratt og vel við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Jorge.

Það er mikilvægt að fá góða þjálfun og þá sérstaklega á meðan á uppsetningu stendur, bæði til þess að tryggja að tækjabúnaðurinn virki eins vel og hægt er, en einnig til þess að tryggja að starfsfólk venjist nýjum vinnuaðferðum og skilji mikilvægi þeirra. „Eins og búist var við, þá tók uppsetningin tíma ogýmis vandamál komu upp, en forritunin var vel af hendi leyst og tækniaðstoðin frá Marel var góð,“ segir Jorge.

Kannski má segja að stærsta vandamálið hafi verið tregða starfsfólksins til breytinga, í ljósi þess hve tæknibúnaðurinn frá Marel er háþróaður. „Þetta er mikil breyting fyrir fólkið okkar,“ útskýrir Jorge, ,,en Marel hefur boðið mjög góða þjálfun og við höfum sent tvo af tæknimönnunum okkar til Evrópu til frekari þjálfunar.“
 

Í SAMVINNU MEÐ MAREL

Salmones Camanchaca

Marel er með tvær skrifstofur í Chile og sér mörgum fiskvinnslum þar í landi fyrir tækja- og hugbúnaði. Camanchaca þekkti líka til Marel, bæði eftir að hafa verið á Salmon ShowHow í Kaupmannahöfn og af sýningum eins og sjávarútvegssýningunni í Brussel. Eftir að fyrirtækið hafði ákveðið að fjárfesta í Marel, heimsóttu fulltrúar þess einnig vinnslustöðvar í Evrópu til þess að kynna sér mismunandi uppsetningu á tækjabúnaði Marel hjá fyrirtækjum í fullri vinnslu.

Skuldbinding Marel var mjög mikilvæg fyrir Camanchaca. „Marel sinnti öllu ferlinu af mikilli alúð og það var okkur mjög mikilvægt. Það var stefnumótandi ákvörðun af okkar hálfu að velja að vinna með Marel til þess að tryggja að við hefðum bestu lausnirnar fyrir fiskvinnslustöðvarnar okkar. Samningurinn okkar við Marel virkar reyndar sem eins konar gátlisti fyrir það hvernig standa eigi að þjálfun starfsfólksins okkar,“ segir Jorge að lokum.