Skurðarvélar

Hárbeittar skurðarlausnir

Við bjóðum úrval skurðarvéla sniðnar að ólíkum þörfum fiskframleiðenda.

Hvers vegna að fjárfesta í marel skurðarvél?

 • Skurðarvél í vinnsluferlinu skilar sér í nákvæmni, áreiðanleika og auknum hraða í skurði þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri.
 • Nýtingarhlutfall aðalafurðar hækkar
 • Afkastageta eykst
 • Öryggi og hreinlæti í fyrirrúmi.

Marel skurðarvélar henta öllum vinnslum sem vilja nákvæman, áreiðanlegan og hraðan skurð.


I-CUT 11 Skurðarvél

Eins brautar og nett skurðarvél sem sker eftir þyngd bita og/eða lengd stykkja. Skurðurinn byggir á tölvusjóntækni sem gerir vélina afar nákvæma. Tengjanleg við Innova, framleiðsluhugbúnað.

Ávinningur:

 • Nákvæmni og lágmarks yfirvigt
 • Ný kynslóð snertiskjáa
 • Þrifavæn
 • Plásslítil 

Nánar á ensku á marel.com


I-CUT 130 Skurðarvél

I-Cut 130Skurðarvél sem fellur vel að ólíkum vinnsluferlum en eftir skurðinn er hægt er að tengja vélina við flokkara sem flokkar bita eftir þyngd eða tegund eftir skurð. Vélin sker hráefni á færibandi í ákveðnar bitaþyngir og/eða lengdir. Skurðurinn byggir á tölvusjóntækni sem gerir vélina afar nákvæma. Tengjanleg við Innova. 

Ávinningur

 • Mikil nákvæmni
 • Ný kynslóð snertiskjáa og notendaviðmót
 • Margir skurðir mögulegir
 • Lágmarks yfirvigt
 • Þrifavæn

Nánar á ensku á marel.com


I-CUT 610 Skurðarvél - VÆNTANLEG

Samskonar vél og I-Cut 130 nema að I-Cut 610 er tveggja brauta og hægt er að stýra skurði á hvorri braut fyrir sig án þess að hafa áhrif á hina brautin. I-Cut 610 hentar því vel þar sem halda þarf flæði á tveim brautum uppi og er því helmingi afkasta meiri en I-Cut 300. Tengjanleg við Innova.


Flexicut

FleXicut notar háþróaða röntgentækni til að greina og skera beingarð í hvítfiski burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni ásamt því að hluta flakið niður. Alþekkt er hversu erfitt er að finna og fjarlægja beingarð í hvítfiski sem gerir það að verkum að mikið af sérþjálfuðu vinnuafli þarf við vinnsluna. Með tilkomu FleXicut hefur þetta ferli hinsvegar verið vélvætt sem umbyltir hvítfiskvinnslu. Ekki aðeins mun tilkoma FleXicut minnka þörf á sérhæfðu vinnuafli heldur einnig auka gæði og nýtingu í öllu vinnsluferlinu.

Ávinningur:

 • Dregur úr þörf á sérhæfðu vinnuafli
 • Beinlaus afurð
 • Aukin nýting
 • Möguleiki á nýjum afurðum t.d. bakflökum, hnökkum og sporðum með roði o.fl.

Nánar á ensku á marel.com


Hvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nanar

825-8209
563-8209
oskar.oskarsson@marel.com

Valdimar Gunnar Sigurðsson

Sölustjóri

Nanar

825-8015
563-8015
valdimar.sigurdsson@marel.com