Pökkun og vörumerking

 

Hopper Ice Doser

Marel Hopper IceDoser er nýstárleg vél sem skammtar nákvæmt magn af ís og dreifir yfir afurð í kassa. Með jafnri dreifingu tryggir Marel Hopper IceDoser lágmarksmagn ís sem heldur þyngd í lágmarki. Þessi nákvæmni dregur verulega úr flutningskostnaði, sérstaklega þegar um flugfrakt er að ræða.
 
Ávinningur:
 • Nákvæm sjálfvirk ísskömmtun
 • Jöfn dreifing  - allt að 10 skammtar á mínútu
 • Rétt ísmagn lækkar flutningskostnað
 • Skanni les ísskömmtunarkröfur á hverjum kassa fyrir sig.
 • Virkar samtímis fyrir mismunandi tegundir kassa

Nánar á ensku á marel.com


Innova Weigh Price Labeling

Ávinningur:

 • Rauntíma stjórn á Weigh Price Labeling frá Marel
 • Rauntíma eftirlit gerir kleift að bregðast hratt við
 • Rauntíma og afturvirk gagnasöfnun til greiningar
 • Einföld miðahönnun sem getur verið notuð á margar vörur
 • Miðlæg geymsla allra límmiðaupplýsinga og hægt að stjórna fleiri en einni vél frá einni fjarstýrðri stjórnstöð.

Innova Weigh Price Labeling gerir notendum kleift að fylgjast með og stjórna allri vigtun og merkingu í einu kerfi. Það getur staðið eitt og sér eða sem hluti stærri heildarlausnar. Innova gerir kleifa auðvelda stýringu, rauntímaeftirlit og frammistöðumat. Með Innova Weigh Price Labeling er mögulegt að skrifa út skýrslur um frammistöðu tækisins, þyngd og afköst miðað við keyrslur.

Innova WPL býður upp á að merkja bakka með einstökum afurðum með breytilega vigt og merkingu á heilum kössum. Vigtunaraðferðin getur verið catch, föst eða e-vigtun og vörurnar eru sjálfvirkt settar í kassa og síðar sjálfkrafa valdar saman á bretti miðað við fjölda eða þyngd.


WPL9060 Weigh Price Labeler

The WPL9060 Weigh Price Labeler er merkivél sem hentar fjölmörgum pakkastærðum með mismunandi afköstum eftir afurðum.

Ávinningur:

 • Langur líftími prenthaus – allt að 2 milljónir miða
 • Nákvæmur og áreiðanlegur
 • Fullt aðgengi að stýringum á vinnslutíma
 • Auðveld miðauppsetning og meðhöndlun á snertiskjá
 • Tengist Innova

Nánar á ensku á marel.com


OCM9500 Automatic Box / Crate

OCM9500 Automatic Box / Crate labeler er vatnsvarinn merkivél sem hentar vel fyrir sjálfvirka vigtun og merkingu bæði í blaut- og þurrrými.

Ávinningur:

 • Aukin afköst
 • Vatnsvarinn
 • Nákvæmur og áreiðanlegur
 • Auðvelt þrifaðgengi
 • Sveigjanleg miðastaðsetning
 • Lágur rekstrarkostnaður

Nánar á ensku á marel.com


ST9 Simple Packing Station

ST9 er einföld pökkunarstöð sem notar tvö belti til að safna bökkum fyrir handvirka pökkun. Hægt er að velja um einfalda talningu eða fyrirfram ákveðna þyngd. Þegar fyrirfram ákveðnum fjölda eða þyngd er náð getur starfsmaður samþykkt skammtinn og prentað miða eða hafnað skammtinum.

Ávinningur:

 • Allt að 60 pakkar á mínútu
 • Dregur úr þörf á vinnuafli
 • Heldur utan um pökkun í kassa á pallettur
 • Hægt að breyta merkimiðum án þess að stöðva framleiðslu

Nánar á ensku á marel.com


Hvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nanar

825-8209
563-8209
oskar.oskarsson@marel.com

Þórarinn Kristjánsson

Sölustjóri

Nanar