Flokkarar

Hámarkaðu nýtni –  lágmarkaðu yfirvigt

Við bjóðum upp á úrval flokkara sem eru sniðnir að þínum þörfum, hvort sem þú þarft að pakka heilum afurðum eða bitastærðum, á sjó eða á landi.

Hvers vegna að fjárfesta í marel flokkara?

 • Lágmarka yfirvigt
 • Nýta hráefni betur með stærðarflokkun 
 • Auka verðmæti afurða

Marel flokkarar henta öllum vinnslum bæði stórum og smáum sem vilja nákvæma og sveigjanlega flokkun og rétt samval.


Compact Grader

Ávinningur:

 • Nákvæm flokkun
 • Auðveld uppsetning
 • Notendavænn
 • Öflugur einn og sér

Compact Grader er traustur, endingargóður og notendavænn flokkari. Hann hentar vel fyrir einfalda flokkun hráefnis og afurða. Compact grader er hannaður fyrir þarfir smárra og meðalstórra fyrirtækja. Flokkarinn er einnig kjörin viðbót fyrir stærri fyrirtæki sem þurfa flokkara sem getur tekið við tímabundnu eða árstíðabundnu álagi sem réttlætir ekki kaup á flokkara í fullri stærð. 

Nánar á ensku á marel.com


Custom Graders

Ávinningur:

 • Sérsniðinn að þínum þörfum
 • Getur innihaldið sjálfvirka innmötun, flokkun, samval og fleiri þætti
 • Tengist Innova, framleiðslustýringarhugbúnaði

Custom graders eru sérsniðnir fyrir hvern viðskiptavin svo möguleikar á formi og stærð eru nánast ótakmarkaðir. Þessir flokkarar eru allt frá einföldum vigtunarflokkurum til háþróaðra flokkunarkerfa sem innihalda innmötun, samval eftir flokkun og frátöku afurða. 

Nánar á ensku á marel.com


Marine Graders

Ávinningur
 • Nákvæm flokkun um borð með háþróuðum búnaði sem vinnur gegn hreyfingu
 • Fáanlegt með einni eða tveimur brautum í fjölmörgum breiddum
 • Rauntímaeftirlit, frammistöðumat og vigtunarupplýsingar
 • Auðveldur í notkun, gott aðgengi og þrifavænn
 • Tengist auðveldlega Innova, framleiðslustýringarhugbúnaði

Reynsla er lykilþáttur þegar velja skal búnað. Flokkarar um borð frá Marel eru notaðir um allan heim til að flokka heilan fisk, flök, skelfisk og jafnvel aukaafurðir eins og viðkvæm hrogn. Þessir flokkarar eru mjög áreiðanlegir og hugbúnaðarþjónusta er alltaf fáanleg með fjartengingu. 

Nánar á ensku á marel.com


Proline Grader

Ávinningur

 • Sveigjanleg flokkun og samval
 • Hagkvæmur, hraður og nákvæmur
 • Lágur rekstar- og viðhaldskostnaður
 • Auðveldur í þrifum

Proline flokkarar eru auðveldir í uppsetningu og notkun. Þeir eru fáanlegir með fullum flokkunar- og samvalsmöguleikum. Proline flokkarar eru búnir notendavænu M3000 notendaviðmóti sem er fáanlegt í nokkrum tungumálum.

Proline flokkarar hafa eins fá lárétt yfirborð og mögulegt er. Það er fljótgert og auðvelt að setja Proline flokkara í þvottastöðu sem gefur gott aðgengi að öllum hlutum sem þurfa að vera þrifnir. 

Nánar á ensku á marel.com

 

SpeedBatcher

SpeedBatcher býr til skammta á miklum hraða með því að vigta hráefni sem er síðan valið saman til að búa til besta skammtastærð. Þetta gerir SpeedBatcher kleift að gera betur en öll hefðbundin trogvigtun hvað varðar bæði hraða og nákvæmni. Til viðbótar er SpeedBatcher alveg sjálfvirkur, frá innmötun til afhendingar.

Ávinningur

 • Öflugir stjórnunarmöguleikar
 • Háhraðanákvæmni
 • Minni yfirvigt
 • Auðvelt í notkun – þrifavænt
 • Hámarks skammtastærð – 30 kg
 • Afköst allt að 23 skammtar á mínútu, fer eftir skammtastærð

Það sem er yfirleitt keyrt í gegnum SpeedBatcher er meðal annars ferskur uppsjávarfiskur, frosin fiskflök, innmatur, aukaafurðir tengdar kjöti og allar kjúklingaafurðir með beini í, jafnt og kjúklingahræ. SpeedBatcher er fáanlegur sem hluti af heildar framleiðslulínu eða sem stakt tæki með sjálfvirkri eða handvirkri pökkun. 

Nánar á ensku á marel.com


TargetBatcher

Með TargetBatcher er auðvelt að minnka yfirvigt og sameina fyrirfram ákveðinn fjölda ferskra eða frosinna afurða í pakka með ákveðinni þyngd. Með sjö nákvæmum vogum og 14 geymsluhólfum velur TargetBatcher besta mögulega samval afurða á broti úr sekúndu.

Ávinningur

 • Nákvæmir skammtar af ákveðinni stærð
 • Minni yfirvigt
 • Aukin afköst
 • Auðveldur í uppsetningu og notkun
 • Hentar jafnt smáum sem stærri pakkningum
 • Hámarks skammtastærð er 2 kg
 • Afköst eru allt að 30 skammtar á mínútu, eftir afurð og skammtastærð.

Afurðir sem eru iðulega skammtaðar með TargetBatcher eru meðal annars þorskhnakkar, rækjur, rif, steikur og heilir kjúklingaleggir. Í flestum pökkunarferlum er nauðsynlegt að endurvinna hluta til að forðast sektir og yfirvinnu sem er bæði mann- og tímafrekt. TargetBatcher er skilvirk og fyrirferðalítil lausn á flestum endurvinnslumálum. 

Nánar á ensku á marel.com


Hvernig getum við hjálpað þér?

Óskar Óskarsson

Sölustjóri

Nanar

825-8209
563-8209
oskar.oskarsson@marel.com

Valdimar Gunnar Sigurðsson

Sölustjóri

Nanar

825-8015
563-8015
valdimar.sigurdsson@marel.com