Styrktarverkefni

Marel styður nýsköpun og eflingu þekkingar í verk-, raun- og iðngreinum. Hér eru sýnishorn af þeim fjölbreyttu verkefnum á þessu sviði sem Marel veitir brautargengi á hverju ári. 

Hægt er að sækja um styrk með því að fylla út styrkbeiðni hér til hliðar. Styrkbeiðni skal fylgja greinargóð lýsing á markmiði eða viðfangsefni, þó ekki meira en ein síða að lengd. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um með góðum fyrirvara.

Styrktarnefnd Marel tekur til meðhöndlunar allar styrkbeiðnir á tveggja mánaða fresti og í framhaldi er öllum umsóknum svarað. Umsóknum sem hafa borist fyrir tímabilið apríl-maí verður svarað í byrjun júní.

Snilldarlausnir Marel

Snilldarlausnir Marel er hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna. Keppnin gengur út á að virkja ímyndunaraflið og gera sem mest virði úr einföldum hlut.

Hönnunarkeppni Nema HÍ

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema HÍ: Marel hefur verið aðalstuðningsaðili keppninnar frá upphafi, eða í 24 ár.

Team Spark

Marel er aðalstyrktaraðili Team Spark sem keppir með rafknúnum kappakstursbíl í Formula Student, alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni.

 

Tour de Marel

Fyrsti alþjóðlegi Tour de Marel fjáröflunardagurinn var haldinn 15. september árið 2012. Þá kom saman starfsfólk Marel um heim allan og safnaði áheitum til góðgerðarmála með þátttöku í íþróttum.

Gulleggið

Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu.

Önnur verkefni

Marel styrkir einnig fjölmörg önnur minni verkefni á sviði nýsköpunar í verk-, raun- og iðngreinum.