• „Það áhugaverðasta við starf mitt í Marel og jafnframt mest krefjandi er fjölbreytileikinn. Fjölbreytileikinn í verkefnunum sem ég vinn að með mismunandi iðnuðum og samstarfsfólk mitt sem kemur allsstaðar að úr heiminum.“

  Helena Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur, viðburðastjóri og fjallageit
 • „Mér finnst spennandi að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir áþreifanlega vöru og er stöðugt að þróa nýjar lausnir og betrumbæta þær sem fyrir eru.“

  Fríða Sigríður Jóhannsdóttir, iðnaðarverkfræðingur, aðfanga- og birgjastjóri og kórsöngvari.
 • „Hjá Marel vinn ég með öflugum hópi fólks og fæ að fylgja verkefnum eftir útúr húsi. Það er virkilega hvetjandi að sjá að það sem ég er að gera auðveldar viðskiptavininum að sinna sínum rekstri betur.“

  Kristín Gróa Þorvaldsdóttir, tölvunarfræðingur, forritari og matarbloggari.
 • „Að sjá hugmynd verða að veruleika er ótrúlega gefandi. Hjá Marel fæ ég að nýta öll verkfærin í kistunni til þess að að búa til hugbúnað sem notaður er út um allan heim.“

  Ólafur Hlynsson, hugbúnaðarverkfræðingur, kerfisforritari og áhugamaður um flug.
 • „Það er ótrúlega gaman að kynnast Marel tækjabúnaði frá hinum ýmsu sjónarhornum, allt frá hönnun og framleiðslu til söluferla og markaðsgreininga, með þarfir viðskiptavinarins í huga.“

  Kristín Líf Valtýsdóttir, vélaverkfræðingur í vöruþróun, húmoristi og heilsufrík.
 • „Þegar ég hóf störf hjá Marel var mér tjáð að ég þyrfti mögulega að ferðast í mínu starfi sem tækjaforritari. Fjórum árum síðar hef ég séð hálfan heiminn og upplifað ný lönd sem ég hélt ég myndi aldrei fara til.“

  Einir Guðlaugsson, rafmagnsverkfræðingur, tækjaforritari og gallharður rokkari
 

Vinna hjá Marel

Vinna hjá Marel

Við erum alltaf að leita að góðu fólki

Við hjá Marel erum alltaf að leita að góðu fólki sem vill ganga til liðs við alþjóðateymið okkar.

Tegundir starfa

Tegundir starfa

Tegundir starfa

Við sækjumst eftir því að fá til okkar fjölbreyttan hóp starfsmanna með mismunandi menntun og bakgrunn. 

Verkefni og starfsnám

Fræðsla og símenntun

Verkefni og starfsnám

Marel á í góðu samstarfi við fjölmarga skóla hvað varðar nemendaverkefni, starfsnám og löggilt iðnnám.