Leiðandi á alþjóðamarkaði í þróun hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað

Í fókus

Söluhæsti fjórðungur frá upphafi - Bætt rekstrarniðurstaða

„Þriðji ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Við höfum skerpt á markaðssókn samhliða því að taka mikilvæg skref til að auka skilvirkni í rekstri. Sala og tekjur jukust um 20% á milli ára og rekstrarhagnaður hefur farið vaxandi.", segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri.

Marel á Íslandi

Um okkur

Skrifstofan er opin virka daga frá 8-17

Vörur og vörusýningar

Salmon ShowHow 2015

Snemma á næsta ári býður Marel framleiðendum í laxi á Salmon Showhow í Danmörku. Salmon ShowHow, sem nú er haldið í fjórtánda sinn, hefur skapað sér nafn sem ein besta alþjóðlega sýningin á tækjabúnaði og lausnum fyrir vinnslu laxaafurða. Þar koma saman sérfræðingar og framleiðendur frá öllum heiminum með þekkingu og reynslu af vinnslu lax og kynna sér það besta sem völ er á í sérsniðnum vinnslubúnaði og lausnum Marel fyrir iðnaðinn.

Þjónusta og viðskiptavinir

Marel vinnslutækni

Undanfarin misseri hefur Marel, í samstarfi við Fisktækniskólann í Grindavík, unnið að skiplagningu nýrrar framhaldsbrautar við skólann sem kallast Marel vinnslutækni.

Samfélagið

Starfsmenn Marel hlupu til Afríku

Alþjóðlegi fjáröflunardagurinn Tour de Marel var haldinn föstudaginn 12.september síðastliðinn. Þann dag hlupu starfsmenn Marel, ásamt vinum og vandamönnum vegalengdina frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar á einum sólahring og söfnuðu áheitum til styrktar SOS Barnaþorpum þar í landi.