Leiðandi á alþjóðamarkaði í þróun hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað

Í fókus

Marel hlýtur verðlaun fyrir að vera framúrskarandi framleiðandi

Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú sem hæst og í gær voru íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2014 veitt við hátíðlega athöfn. Marel hlaut verðlaunin framúrskarandi íslenskur framleiðandi í flokknum fiskvinnslubúnaður. Að auki voru veitt verðlaun til þess framleiðanda sem þótti skara fram úr í heildina litið og féllu þau verðlaun Marel í skaut. Sigurður Ólason framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs Marel veitti verðlaununum móttöku Í Gerðarsafni í gærkvöldi.

Marel á Íslandi

Um okkur

Skrifstofan er opin virka daga frá 8-17

Þjónusta og viðskiptavinir

Marel vinnslutækni

Undanfarin misseri hefur Marel, í samstarfi við Fisktækniskólann í Grindavík, unnið að skiplagningu nýrrar framhaldsbrautar við skólann sem kallast Marel vinnslutækni.

Samfélagið

Starfsmenn Marel hlupu til Afríku

Alþjóðlegi fjáröflunardagurinn Tour de Marel var haldinn föstudaginn 12.september síðastliðinn. Þann dag hlupu starfsmenn Marel, ásamt vinum og vandamönnum vegalengdina frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar á einum sólahring og söfnuðu áheitum til styrktar SOS Barnaþorpum þar í landi.

Vörur og vörusýningar

Marel heldur námskeið um matvælaöryggi

Aquatic Concept Group, Aquatic Consult, Aquatic Hygiene Ltd and Marel bjóða til námskeiðs um matvælaöryggi og örverufría vinnslu, sem haldið verður í höfuðstöðvum Marel 25.-26. September.