Leiðandi á alþjóðamarkaði í þróun hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað

Í fókus

Söluhæsti fjórðungur frá upphafi - Bætt rekstrarniðurstaða

„Þriðji ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Við höfum skerpt á markaðssókn samhliða því að taka mikilvæg skref til að auka skilvirkni í rekstri. Sala og tekjur jukust um 20% á milli ára og rekstrarhagnaður hefur farið vaxandi.", segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri.

Sjá einnig: Linda Jónsdóttir er nýr fjármálastjóri Marel

Marel á Íslandi

Um okkur

Skrifstofan er opin virka daga frá 8-17

Samfélagið

Kokkalandsliðið vann gullverðlaun

Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í Heimsmeistarakeppninni í Lúxemborg eftir frammistöðu sína í keppninni í gærkvöldi. Kokkalandsliðið hafði 6 klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.

Þjónusta og viðskiptavinir

Útskrift Framleiðsluskólans

Fyrsta útskrift úr Framleiðsluskóla Marel fór fram föstudaginn 24.október sl. Það voru stoltir 11 starfsmenn, sem tóku við viðurkenningarskírteinum eftir að hafa lokið 80 klst sérhæfðu námi. Framleiðsluskóli Marel er ætlaður starfsfólki í framleiðslu Marel sem ekki hafa lokið formlegu iðnnámi eða framhaldsskólaprófi. Markmið Marel með skólanum er að byggja upp vinnustaðanám sem metið er til eininga í framhaldsskólakerfinu.

Vörur og vörusýningar

Salmon ShowHow 2015

Snemma á næsta ári býður Marel framleiðendum í laxi á Salmon Showhow í Danmörku. Salmon ShowHow, sem nú er haldið í fjórtánda sinn, hefur skapað sér nafn sem ein besta alþjóðlega sýningin á tækjabúnaði og lausnum fyrir vinnslu laxaafurða. Þar koma saman sérfræðingar og framleiðendur frá öllum heiminum með þekkingu og reynslu af vinnslu lax og kynna sér það besta sem völ er á í sérsniðnum vinnslubúnaði og lausnum Marel fyrir iðnaðinn.